Jörð - 01.08.1933, Qupperneq 281
BRÉF
265
JÖl'ð]
rúmfatnaður; hann höfðum við mestallan óskemmdan.
Við vorum því alveg upp á aðra komin; og kom sér nú
vel að vera nálægt góðu fólki, sem veitti fyrstu hjálp-
ina eftir föngum; gaf okkur að borða, léði áhöld og
húsaskjól að nokkuru leyti.
Svo komu aðrir nágrannar og sumir lengra að og réttu
drengilega hjálparhönd, til að bæta úr bráðustu þörfun-
um. Voru okkur þannig gefin matvæli, plögg og nokkuð
af fatnaði og nokkuð af eldhúsáhöldum, svo að hægt
var að bjargast í bráðina. Finn ég því betur til þessarar
hjálpsemi, þar sem ég er hér svo að segja alveg ókunn-
ugur flestum.
En þótt vel væri undir bagga hlaupið, varð hann mér
þó næsta þungur; svo þungur, að ég sá mér naumast
fært að lyfta honum. Var því fyrst í nokkurum vafa um,
hvort ég gæti lagt í að byggja upp að nýju. Þó varð það
ofan á, að í byggingu var ráðizt. Hjálpuðu nábúarnir
mér vel viö við moldar- og grjótverk. Efni fékk ég í
Kaupfélagi Árnesinga, og var það flutt á bílum heim á
hlað. Ég var svo heppinn að fá ágæta smiði, Þorgeir
Þorsteinson á Hlemmiskeiði á Skeiðum og Bjarna bróð-
ur hans. Voru þeir hjá mér í 7 daga, og 3. maðurinn í
3 daga. Gekk fljótt og vel að koma húsinu undir þak;
svo gerði ég sjálfur það, sem á vantaði til þess, að hægt
væri að flytja inn í sláttarbyrjun. Hefi ég svo unnið
mest að »innréttingunni«, og nú er það langt komið.
Flýtti Magnús bróðir mimr) mjög fyrir mér þessa daga,
*) Ungur bóndi og fátækur barnamaður í Lágu-Kotey í Meðal-
landi. »Sá mildi maður — já, mikli grciðamaður«, greip Mark-
ús gamli fram í, er ritstj. er hingað kominn í lestri bréfsins.
1 sömu (húsvitjunar)ferð var honum og sagt, að Magnús og
Sigurður bróðir hans heyjuðu, svo að segja tveir einir, um
450 hesta yfir sumarið; og væri livor með sínu móti einhver
hinn mesti afkastamaður; hinn fyrrnefndi hamrammur, en
bróðir hans svo jafnbráðgreiður, að einstakt megi kalla. —
»Mér finnst sjálfsagt, að allir hjálpi hverir öðrum«, sagði
Magnús við ritstj., er hann húsvitjaði hjá honum í sömu ferð
— og neitaði, ásanit konu sinni, að taka við borgun fyrir góð-
an greiða. — M. bar bréfið.