Jörð - 01.08.1933, Síða 282
266
BRÉF
[Jörð
sem hann hefir verið hér, auk þess sem ég hefi mikla
skemmtun af komu hans.
Þó að langt sé nú komið byggingunni, er margt eftir
ógert, og fjarska margt vantar okkur af áhöldum og
ýmislegu, sem nauösynlegt er, en örðugt að afla sér.
Tjónið var mjög mikið, og býst ég við, að mér veitist
mjög ervitt að komast fram úr öllum þeim kostnaði, sem
af þessu leiðir, einkum þegar verzlunarástandið er svona.
Nokkru tapaði ég af bókum mínum, en þó furðu litlu.
Jæja, vinur! Þetta er orðin alllöng raunarolla og bið
ég þig aö afsaka það. Bjössi minn*) var hjá mér í surn-
ar við sláttinn; fyrir það gat ég gefið mig talsvert að
smíðinni frameftir. Heyskapur varð góður, um 500 hesta,
svo að ég vona, að heybirgðir séu nægar. Talsverðar
skemmdir eru hér á kartöflum, til allmikils tjóns mjög
víða. Veiði var fremur lítil í sumar og lágt verð á laxi.
Það fer nú að minnka bréfsefnið, enda hefi ég naum-
an tíma að skrifa. Bið ég kærlega að heilsa öllum á heim-
ilinu og svo öðrum vinum og kunningjum, sem kveðju
minni vilja taka.
Kveð ég þig svo minni beztu kveðju. Guð blessi þig og
ættmenn þína. Náð hans gleðji þig og vermi æfikvöldið
þitt.
Með þöklt fyrir allt og innilegum óskum um blessun
er ég þinn einl. Einar Sigurfinnsson.
EFTIRMÁLI RITSTJ.
VÉR birtum þetta látlausa og læsilega bréf til þess
að vekja athygli þeirra, er aðstöðu hefðu til að »hlaupa
undir bagga«, að þessu heimili iðni, ráðdeildar og þjóð-
legrar uppbyggingar — að það stendur enn beygt undir
skyndilegri, óveröskuldaðri byrði, í þeirri hættu að slig-
ast alveg undir skuldum, svift svo að segja öllum þæg-
indum. Þar voru t. d. áður góð húsgögn; nú mun þar
helzt ekkert af því tæi — svo að ekki sé annað nefnt.
*) Siguibjörn sonur hans, er brýst áfram við guðfræðisnám
jafnframt því, sem hann hefir ofan af fyrir sér með kennslu.