Jörð - 01.08.1933, Page 283
Jörð] KOMUMST VÉR AF ÁN BARNANNA? 267
Komumst vér af án barnanna?
MÁ M A Ð U R við að fara þess á mis að horfa í
augun á ársfjórðungsgömlu barni, brosa framan i
það, bulla við það einhverja skrítna vitleysu og kitla
það um vangann með túttunni — og fá að sjá hina inni-
legu og þakklátssamlegu kátínu, sem ljómar í augum
þess aftur á móti, heyra hláturskríkjurnar og hjaliö —
þetta eitthvert yndislegasta hljóð mannsraddarinnar? Má
maður við því að fara á mis við það, að barn, nýfarið
að tala, sperrist allt í fangi mömmu sinnar, er það sér
út um glugga og æpi upp: Pabba, pabba, pabba, pabba!
að barn, nýfarið að ganga, sé fyrsti maðurinn er hann
hittir, þá er hann kemur inn, þar sem það stendur hálf-
bogið og riðandi fyrir dyrum og mænir á þær með átak-
anlegri eftirvæntingarsvip, en menn eru vanir að sjá.
Má maður við því að fara þess á mis, að tveggja ára
barn liggi við hlið hans í rúminu, öðru hvoru alténd, og
þrýsti sér þá að honum með innilegum og kyrrlátum
feginleik og segi við hann með ólýsanlegri rödd: »Dona
(svona) pabbi minn!« um leið og það strýkur bringu
hans. Má maður við að fara þess á mis að horfa inn í
engilhrein augu þriggja ára barns, sem skírskota til hans
helgasta metnaðar með því að ætla honum betra, en
nokkur maður annar — og þaö með svo jákvæðu trún-
aðartrausti.
Þessi engilhreinu augu, sem sýna honum svart á hvitu,
hversu mikil ómenguð blíða er í raun og veru til í einu
mannshjarta. Þessi engilhreinu augu, seni sýna hóg-
værð og lítillæti látlausar og eðlilegar en nokkur annar
er fær um? Sannarlega var það ekki heimspekilegur upp-
skafningsháttur, þegar Jesús benti lærisveinum sínum á,
að í börnunum væri að finna lífræna upplýsingu um Gnð
og himnaríki og hið sannasta í sjálfum manninum. Hver,
sem er samvistum við barn, býr við stöðuga áminningu
um allt þetta, og hversu ljúfa! — auk þess sem þau eru
honum út af fyrir sig.