Jörð - 01.08.1933, Page 284
263
KOMUMST VÉR AF AN BARNANNA?
[Jörð
Það má vel vera, að menn komist af án þessa og hins,
er vér spurðum um áðan. En hitt er hyggja vor, að i'æst-
ir komist til eðlilegs þroska, nema þeir lifi samvistum
við börn, helzt eigin börn — sú nautn, sú uppbygging
verður fæstum bætt upp meö neinu. Hún er órjúfanlega
samtengd því að vera maður út í æsar.
<XE583&=E3x>—-
Smáskrítlur af börnum.
§ M Á S V E I N N sá, er nefndist um hríð Viddinú og
svo hefir hitzt á um, að sýndur hefir verið í ung-
barnamyndum »Jarðar« (í 2.—3. h. 1. árg. og nú í þessu
hefti), sagði ýmislegt skemnitilegt, þegar hann var á
öðru árinu — eins og slíkum mönnum er títt.
Um eitt skeið var það, að hann hugsaði mikið um
dauðann. Þá var það einhverju sinni, að hann var á
gangi meö mömmu sinni úti og sagöi henni ýmsiegt af
hugsunum sínum og reynslu. T. d.: »Einu sinni var boli
að elta mig og ætlaði að láta mig deyja. En ég drapst þá
ekki; ég skældi bara«, sagði strákur og þóttist hafa
sloppið vel. — Um þær mundir var hann reiddur yfir
breitt vatn. Stóð hann þá í þeirri meiningu, að reiðinni
væri heitið »til Guðs«. Þegar honum var sagt, að ekki
væri meiningin að fara þangað öðruvísi en endranær,
varð hann hissa og segir: »Drukkna hestarnir þá ekki?«
En geigur var honum ekki í huga. — Þegar hann sagði:
»Það er nú mikið két, sem hangir á mér«, eins og getið
er með myndinni í 2.—-3. hefti 1. árg., þá stóð á slátur-
tíð og var þetta raunar upphafið á erfðaskrá hans. Á-
framhaldið var á þessa leið. »Amma má fá eitt két, sem
hangir á mér. Og afi má fá eitt két, sem hangir á mér«.
Og ánafnaði hann þannig hverjum heimilismanna »eitt
ket«, unz hann taldi víst öllu ráðstafaö.
Annað af helztu umhugsunarefnum hans um þær