Jörð - 01.08.1933, Page 285
Jörð]
SMÁSKRÍTLUR AF RÖRNUM
269
mundir var, hvað »afi« ætti mikið í samanburði við aðra
menn; var ekki trútt, að honum findist nóg um. Þá var
það einhverju sinni, er hann hafði horft á stjörnudýrð-
ina á fögru vetrarkvöldi ásamt lítið eitt eldri systur
sinni, sem á 1. og 2. ári nefndist »Immbúlimbimm«, að
hann bendir á allt saman með alvörusvip og segir:
»Þetta á afi«.
Við ömmu sína, sem hann hafði annars mesta uppá-
hald á, sagði hann einu sinni: »Komdu ekki við mig,
amma; því Guð og blómin á (eiga) mig«. —
Af »Immbúlimbimm« er það aftur í frásögu, sem
þessa, færandi, að einhverju sinni, er hún lá lasin uppi
í í'úmi á 4. eða 5. ári og Snorri héraðslæknir Halldórsspn
hafði litið á hana, var hún spurð eftir á, hvort hún hefði
þekkt manninn. Hún hafði setið uppi. Nú reigðist hún
allt í einu og sperrtist beint upp í sæti sínu, svo að hún
varð ótrúlega lík ræðuskörungi á að líta; þegir snöggvast
og segir svo með þrumandi rödd: »Allir þekkja nú Guð.
Allir þekkja Snorra læknk. — Einhverju sinni um þær
mundir var komið að henni, þar sem hún var að tala við
sjálfa sig uppi í rúmi og virtist vera í harðarifrildi. Það
sem hún sagði aftur og aftur í mjög höstugum tón með
ýmsum raddbreytingum var þetta: »Er ég að herma eft-
ir mér sjálf? Hah!« (mjög höstugt »hah«).
í þessu hefti eru nokkrar myndir af »Imbúlimbimm«,
lika eftir að farið var að kalla hana Imbu.
Ritstjóri »Jarðar« safnar
AMANSAMLEGU léttmeti eins og framan-
skráðu. Gerið svo vel að halda saman þess háttar
smámunum og sendið honum. úrval af því verður vænt-
nnlega birt í »Jörð« framvegis.