Jörð - 01.08.1933, Side 288
272
SIGRÚN Á SUNNUHVOLI
[Jörö
ur þar á bænum, aö eigna henni hverja vanmetakind, og
dafnaði hún þá þegar. Þaö kemur heldur engum lesanda
á óvart, aö þegar henni óx fiskur um hrygg, þá var
henni af Forsjóninni falinn maöur, og hann glæsilegum
drengskaparhæfileikum búinn, til að frelsa frá glötun-
arvegi heiðins hugsunarháttar, til þeirrar afstöðu, er
leiðir til lífs og mannþroska.
Á NÆSTU síöunum kemur skemmtilega í ljós á hvaða
aldri höfundurinn var, er hann reit söguna. Annan eins
galsa og í frásögunni um fyrstu fundi Þorbjarnar og
Ásláks dytti víst fáum í hug aö láta uppi við heiðraða
lesendur, nema tvítugum manni; og má hann þó vera
sprettharðari fjörkálfur en gerist. Björnson var líka
aöeins rúmlega tvítugur, er hann samdi þessa hina fyrstu
ástarsagnanna unaðslegu, sem líklega eru ófyrnanlegasti
hluti hins glæsilega framlags Noregs til heimsbókmennt-
anna. Sigrún á Sunnuhvoli, Kátur piltur, Davíð skyggni,
Viktoría hafa komizt langt með aö sefja lesendur sína
til trúar á, að sú ein sjafnarást sé sönn, sem rekur ræt-
ur sínar til bernskuleikja — þó að þeim hafi vitanlega
ekki verið ætluð svo mikil áhrif af höfundum sínum.
Frásagan um síðasta »slaginn« þeirra Þorbjarnar og
Ásláks ásamt eftirleik sýnir fágæta barnþekkingu, sem
hin skáldlega eftirtekt hefir vakizt til skilnings á með-
fram af áhrifum Ií. C. Andersens, eins og sjást munu
örugg dæmi um einmitt í sögukafla þeim, sem hár er
um rætt.
ÞAÐ stendur sverð í gegnum hjarta æskunnar. Lof-
söngur hennar til lífsins er umskapað neyðaróp — eða
er það hinn sorgbitni söngur hennar, »Söngur Sigrúnar«,
sem er ummyndað fagnaðaróp?! Það kemur í sama stað
niður. Sá, sem horfir í gegnum heilagt æskuhjartað, sér
inn í — ginnungagap angurblíðu; hvergi fótfestu að
finna — allshugarást sveimar þar sem »friðlausi fugl-
inn«. Æskan er lík ungabarni í vöggu: hún sér aðeins
eitt: ást; ojj veit ekki neitj; — úrræði.