Jörð - 01.08.1933, Page 289
Jörð]
SIGRÚN Á SUNNUHVOLI
273
»Sigrún!«
»Þorbjörn!«
Bernskan er hin bjarta tíð. Hver getur t. d. lesið frá-
söguna í Sigrúnu á Sunnuhvoli um fyrstu fundi þeirra
Þorbjarnar og Sigrúnar í kirkjunni, án þess að finna
hug sinn uppljómaðan áhyggjulausri gleði þrátt fyrlr
svipstundarsorgir þeirra. Þegar æskan lýtur niður tii
bernsku, brýtur odd af oflæti sínu og opnar hjarta sitt
— stendur nakin eins og lítið barn frammi fyrir þeim,
er hún óttast jafnmikið og hún elskar, — þá fyrst sam-
einast hin sundraða fegurð til sigrandi lofsöngs um lífið
og höfund þess.
Eft IR að þessi III. árgángur »Jarðar« var full-
prentaður, hefur mjer borizt Íi vitneskja í dag, frá vís-
inda-leiðángri þeirra náttúru-fræðínganna Steindórs
Steindórssonar grasafrœðíngs • og Pálma Hannessonar
rektors, er dvalið hafa í Júlí- og Ágúst-mánuðum í sum-
ar • fram og austur á norður- og austur-lands örœfum,
við náttúru-vísinda rannsóknir. Kom þarí ljós, að jurta-
gróður var á slóðum þeim, með afbrigðum bráðvaxta,
nú í sumar, hátt yfir sjávar-máli (um 600—800 metra).
Var mikill þorri plantna þar aldin-þroska, eða því sem
nær, í Júlí lok. Víða var þar auðsætt, að vorplöntur
höfðu haft tvö blómgunar skeið í sumar. Hið fyrra
á venjulegum tíma. Vóru blóm þau nú aldin-bær. Síðara
skeiðið var að hefjast í Ágúst. Nýir blóm-sprotar vóru
að vaxa þar, við hlið hinna aldin-bæru. — Er eigi kunn-
ugt, að slíkt vaxtar fyrirbrigði hafi verið athugað áður,
á hásljettu gróðri hjer á landi, enda mun það sjaldgæft.
------Viðbót þessi á heima aftan við »Síðara innskot«,
á 83. blaðsíðu • hjer að framan.
Ak. «/ ’33.
O. B. V.-H.
18