Jörð - 01.05.1945, Side 17
JÖRÐ
15
Forseta-
fri'iin í
tlyngjii
sinni.
Bessastöðum liefur hún skapað af mikilli smekkvísi og sterkum
persónuleika. Húsgögnin, sem eru í gömlum stíl, falla mjög vel
saman við stíl sjálfs hússins, sem hefur verið breytt í hagkvæm-
ari átt. Hver hlutur, og hvernig honum er niðurskipað, ber
vott um hárfínan fegurðarsmekk, svo að hvergi skeikar. Hin
listræna hneigð forsetafrúarinnar kemur og-fram í liinu mikla
yndi af blómum, sem hún hefur, enda bera blómin á Bessa-
stöðum það með sér, að vel er ldúð að þeim.
Hver sá, sem liefur kynnzt frú Björnsson, mun jafnan minn-
ast hennar sem óvenjulegrar konu með sterkar tilfinningar
fyrir réttu og röngu, í gleði og sorg. Og þótt íslendingar séu
dulir og tómlátir um margt, J)á er engum vafa undirorpið, að
])eim er hlýtt til forsetafrúarinnar og bera virðingu fyrir henni.
Danír, er gerðust íslendingar
DANIR, cr gcrðust íslentlingar, hafa auðvitað orðið nokkuð margir eftir því,
sem tímar hafa liðið, og þó aðallega á 19. og 20. öldinni. Eru ófáir góðir
Islendingar af þeim rótum runnir, enda hafa það, eðlilega, verið tiltölulega
valdir menn, er til þess urðu að setjast hér að: embættismenn, kaupmenn eða
vcrzlunarstjórar, handverksmenn og sérfræðingar á búskaparsviðinu. Og margir
íslendingar, er dvöldu í Danmörk um hrlð, hafa komið heim með danska konu.
Mcðal ágætra ætta, sem eiga rót sína að rekja til dansks ættföður, mætti hér
minna t. d. á Hafsteins(Havsteen)ættina.