Jörð - 01.05.1945, Side 75
JÖRÐ
73
mönnum sínum, „Janitscharum“, sem ógn stóð aí um alla
Evrópu.
Danska þjóðin skilur það einnig mæta vel, hver örlög hún
ætti í vændum undir þýzkri yt'irstjórn. Við vitum það af reynsl-
unni, og ég'er þess vegna viss um það, að danska þjóðin gengur
„þyrnibraut heiðursins", þegar hún þarf að velja um heiður
og niðurlægingu. En, við, sem í fjarlægð erum og þekjum ekki
ástandið til hlítar, við verðum rólega og nöldrunarlaust að
láta þá, sem heima eru, um það að ákveða, hvenær það á að
gerast. Það erum sem sé ekki t ið, sem eigum að fara í skot-
grafirnar.
Það sést greinilega á ræðu sem innanríkisráðherrann, Knud
Kristensen, flutti nú í ársbyrjun, að dönskn þjóðinni er það
ljóst nú, hvað koma skal.
Eg lýk grein minni á orðum úr þeirri ræðu, því að þau
lýsa því vel, hvernig okkur Dönum er nú innanbrjósts: „Eitt
at því, sem nauðsynlegt er fyrir samvinnu flokkanna er það,
að varðveita demókratíið og halda því heilbrigðu, — og allir
verða að skilja, að til eru þeir hlutir, sem engin þjóð getur
iallizt á, — hvað sem á kann að dynja. Þeir, sem ekki geta skilið
það, mega ekki halda, að öðrum sé eins farið. Eins og einstakl-
ingurinn getur ekki fallizt á, hvað sem er, án þess að bíða tjón
á sál sinni, — getur þjóð {rað ekki heldur".
27. október 1942.
II.
1943-1944,
PPRUNALEGA hafði það verið ætlun Þjóðverja, að þeim
vJ mundi takast að vinna Dani til fylgis við boðskapinn um
„Nýskipan" þá, er þeir töldu, að væri hlutverk Nazismans að
koma á Norðurálfuna. Og í klunnalegri einfeldni ímynduðu
þeir sér Danmörku sem sýningarskála fyrir fullgildi „uppeldis"
þeirra á þeim undirokuðu skjólstæðingum til „hinnar nýju
skipanar".
En loforðin, sem Þjóðverjar gáfu, án gagnskuldbindinga, 9.