Jörð - 01.05.1945, Qupperneq 53
JÖRÐ
51
fer allt saman ljómandi vel á endanum — og þó að nokkuð
skemmist, þá er ekkert um það að fást.“
Eins og það væri rangt að draga þá ályktun af því, sem
sagt er hér að ofan um verkstjórann, að allir Danir, sem hefðu
yfir fólki að segja, væru orðvondir og ribbaldalegir, væri
sennilega heldur ekki rétt að draga þá ályktun, að allir danskir
bændur væru eins og Jens — en þó lield ég, að það væri nær
lagi. Að minnsta kosti finnast þar drættir, sem eru sameigin-
legir fyrir allmikinn fjölda þeirra Dana, sem ég lief kynnzt —
t. d. að taka erfiðleikum, sem oft geta verið stórkostlegri og
átakanlegri en þeir, sem stafa af veðráttufari, með jafnaðar-
geði, jafnvel í spaugi, og í öruggu trausti Jaess að allt geti farið
vel á endanum — og að ekki sé um neitt á fást „Jdó að nokkuð
skemmist“. Stundum hefur mér líka dottið í hug, að hér geti
vérið að ræða um ósjálfráða vörn gegn því einkennilega ]mng-
lyndi, sem oft dvelst í djúpi sálarinnar hjá þessum mönnum,
og maður verður var við, þá sjaldan tækifæri gefst til þess að
skyggnast undir hið glaðværa, jafnlynda yfirborð hversdagsins.
— Sameiginleg fyrir fjölda danskra manna er einnig góðgirnin
og hjálpsemin, sem kom fram hjá Jens, þegar hann var að
kenna mér vinnuaðferðirnar. Auðvitað var honum það nokk-
urt áhugamál vegna eiginhagsmuna, að ég ynni sem mest og
bezt. En ég hef samt aldrei verið í vafa um, að hann talaði í
einlægni, þegar liann einu sinni sagði: „Þér fellur Jrað sjálfum
rniklu þyngra heldur en mér, ef þú verður á eftir öðrum með
vinnuna.“ — Það er langt frá því, að Jens sé eina dæmið, sem
eg gæti fært til um þessi eða lík verðmæti í skapgerð danskra
‘ilj^ýðumanna, sem ég hef komizt í kynni við.
ANIR færa sjálfir til — oft í skrýtluformi — ýmislegt, orða-
-L' tiltæki og annað, sem á að sýna skapgerðareinkenni og
skapgerðarmismun íbúa hinna ýmsu landshluta. Þannig er
sagt, að vinnumenn, sem ætla að ráða sig í nýja vist spyrji
altaf vissra spurninga: Sé hann Jóti, þá spyr hann: „Er matur-
inn nógur og góður?“ Sjálendingurinn spyr: „Er farið mjög
snemma á fætur?“ — og Fjónbúinn: „Eru nokkrar laglegar
stúlkur í Jrorpinu?“
4*