Jörð - 01.05.1945, Side 54
52
JÖRÐ
Ég vil nú ekki leggja of mikið upp úr þessu, sem skapgerðar-
iýsingu. En samt virðist mér, að eigin reynsla mín og viðkynn-
ing komi ekki í bág við hugsunina, sem að baki liggur: Jót-
inn þurr, raunsær, efnishyggjumaður, Sjálendingurinn (þar
með taldir íbúar liinna suðlægari eyja, sem að Sjálandi liggja)
jafnlyndur og fremur makráður, og Fjónbúinn kátur, góð-
lyndur, gefinn fyrir dans og skemmtanir (oft áberandi söng-
elskur og listlineigður) — og því þá ekki dálítið kvenliollur
líka?
Þá er önnur skrýtla, sem sýna á mismuninn á Sjálendingum
og Jótum, og er hún á þessa leið:
Þegar maður á Sjálandi kemur í heimsókn til fólks, er hon-
um. fagnað með þessum orðum: „Vær saa god, træd nærmere,
sid ned, tag Hatten af og hvil Örene!“ (Gerðu svo vel, komdu
nær, fáðu þér sæti, taktu ofan liattinn og hvíldu eyrun). í Jót-
landi aftur á móti er sagt undir sötnu kringumstæðum: „Wil
do it konnn indenfor og stött e Röw imod e Bænk?“ (Viltu ekki
koma inn og styðja borunni við bekkinn?).
Ég skal ekkert segja um, livort þessar kveðjur hafa nokkurn
tíma verið í notkun raunverulega. Persónulega hef ég ekki orð-
ið þeirra aðnjótandi. (Jótinn lieilsar alltaf gesti, sem inn kem-
ur, með orðinu: „Walkomm!”). En það, sem þær eiga að sýna,
er mismunur á gamansemi (Humor) — hið góðlátlega, gaspurs-
kennda hjá Sjálendingnum, og Itið hrjúfa lijá Jótanum. Er
það engan veginn illa til fundið eða alveg út í bláinn.
Eitt orðatiltæki er enn, sem á að sýna skapgerðarmismun á
öðru og víðtækara sviði: Það er sagt, að eigi Sjálendingur kú í
fjósinu, sem honum væri mestur hagur í að losna við og selja,
þá hugsi liann sig um bæði vel og lengi og segi að lokum:
„Hvers vegna ætti ég annars að vera að selja kýrgreyið?" — og
svo situr hann með kúna. Ef Jótinn aftur á móti á kú, sem
hann á einhvern hátt getur selt, þá hugsar hann sig ekkert um,
heldur segir: „Hvers vegna ætti ég ekki selja hana?“ — og svo
selur hann kúna.
Þessi samlíking segir í raun og veru miklu meira um venjur
og hugsunarhátt þessarra alþýðumanna, heldur en í fljótu
bragði virðist. Sjálendingar — og Eyjabúar yfir höfuð — eru