Jörð - 01.05.1945, Blaðsíða 37
JÖRÐ
35
Eins og gefur að skilja, er danska sumarið hlýtt og yndislegt.
Eað er sjaldgæft, að það komi fleiri en ein frostnótt í maí, og
svo frýs að jafnaði ekki fyrr en síðast í október, því að haustið
er lilýrra en vorið. Veturinn finnst manni oft svalur og hryss-
ingslegur og kernur það til af því, að vestanvindurinn ber rak-
ann með sér af hafinu inn yfir landið. En vorin eru oft þurr,
því að þá blæs hann austan frá liinum rússnesku gresjum;
„Páskaaustan" nefna Sjálendingar það. En strax í febrúar fara
fyrstu vorblómin að gægjast frarn undan snjónum, eranthis og
galantus nivalis. Svo leysir ein tegundin aðra af hólmi þar til
um miðsumar.
Ekki má stinga niður penna um Danmörku, án þess að
nefna skógana. Mun þar liafa verið svo að segja samanhang-
midi „mörk“ til forna, og þá var eikin hið ráðandi tré. Ótelj-
andi staðarnöfn urn allt landið enda á „röd“ eða „rup“, sbr.
Birkeröd og Hellerup. „Röd“ merikr rjóður, en „rup“ er sama
og þorp. Lýsa þessi orð glöggt, á hvern veg landið hefur byggzt:
fyrst verið rutt rjóður í skógi, en síðan hefur myndast þar
húsaþyrping, því gott er að vera í nálægð við aðra menn og
vinna saman. Það skilja Danir manna bezt. Uppáhaldsmáls-
háttur íslenzka bóndans, „Fáir lofa einbýlið, sem vert er“, er
víst löngu gleymdur með Dönum. Enda er þar samvinna í orði
og á borði; mun „samvinnuhreyfingin" óvíða hafa náð betri
þroska en þar.
En það voru skógarnir! Það eru þeir, sem í augum íslend-
ingsins setja svip á Danmörku. Nú er það beykið, sem rikir, en
ekki eikin. Ég minnist varla annars fegurra en beykiskóga á
vorin. Fyrir laufgunartímann keppast alls konar vorblóm um
<ið blómgast í skógarsverðinum: anemónur, skógarstjörnum,
laukar og liljur. Þegar þau eru fallin, springur beykið út, og
hvert beykibíað silkihært. Telja menn, sem kunnugir eru skóg-
um urn allan heim, að ekki séu aðrir skógar fegurri en beykið
er þá. En eftir liðlega viku falla hin fínu hár af beykiblöðun-
um og smám saman fá þau dekkri lit í stað hins ljósgræna vor-
litar. Lanfþakið verður svo þétt, að ljósgeislar sleppa lítt í
gegn niður að sverðinum. Þar þróast því ekki blóm fyrr en
aftur að vori. En á meðan blöðin eru lítil og ljós, skín sólar-
3*