Jörð - 01.05.1945, Blaðsíða 81
JÖRÐ
79
til herveldisins og úrræði uxu aðeins við hverja „gagnráð-
stöfun“. í lok ársins 1943 og fyrstu mánuði ársins 1944 leitaði
fjölda manna hælis í Svíþjóð. Einkum óx flóttamannatalan
mjög við gyðingaofsóknirnar, er hafnar voru aðeins mánuði
eftir samstarfsslitin — fyrstu októberdagana. Nú eru meira en
20.000 danskir flóttamenn í Svíþjóð. Meðal þeirra eru um
4000 Gyðingar af þeim 5—6000 manna af mismunandi lirein-
um gyðinglegum uppruna, sem áttu lieima í Danmörku.
Mesta heift vöktu Þjóðverjar með því að veita leifunum
af hinu fyrrv. „Frikorps Danmark", nú „Schalburg-sveitin"
frjálsar hendur í baráttunni við „neðanjarðar“-liðið. Hersveit
þessi, er nú var nefnd eftir foringja sínum, er féll á Austur-
vígstöðvunum í bardaga fyrir Þýzkaland, var samsett af dönsk-
um na7.istum og var um helmingur þeirra opinberir glæpa-
menn og aðrir, er dæmdir höfðu verið í hegningarhús. Fram-
koma þeirra við alþýðu manna var mjög ribbaldaleg, einkum
í Kaupmannahöfn. Réðust þeir ekki einungis á ættjarðarliða
til misþyrminga, heldur og vegfarendur, er engan lilut áttu
að þeim málum, en liöfðu á einn eða annan hátt vakið van-
þóknun þeirra — allt með þýz.ku byssustingina að bakhjalli.
AndstyggiJegasta afbrot þeirra var rnorðið á Kaj Munk í jan-
úar 1944.
Þrátt fyrir allar gegnráðstafanir liefur Þjóðverjum ekki tek-
ist að ráða niðurlögum skemmdarverkastarfseminnar, heldur
hefur hún orðið æ ófyrirleitnari og athafnasamari. Eitt af
mestu afrekunum var það, er rúmlega liundrað skemmdar-
verkamenn eyðilögðu með sprengi- og íkveikjukúlum liina
miklu „Rekyl“-byssuverksmiðju í Fríhöfninni í Kaupmanna-
höfn.
Svar Þjóðverja var aftaka 16 gisla (og voru 8 þeirra í Jót-
landi), yfirlýsing lierréttarástands í Kaupmannahöfn og á
Sjálandi yfirleitt, útgöngubann frá kl. 8 að kveldi til kl. 5
að morgni og strengilegt bann við Jónsmessubálum.
Nú var Kaupmannahafnarbúum nóg boðið og daginn eftir
fór allt í bál og brand. Þá var sjálf Jónsmessan, og allir sem
vettlingi gátu valdið voru úti á götunum. Tvö hundruð rak-
ettur voru sendar, eins og í mótmæla- og ógnunarskyni, sam-