Jörð - 01.05.1945, Side 52
50
JÖRÐ
og ég yrði að kenna sér, ef hann væri kominn þangað. Ég
skildi, að það var til þess að hughreysta mig. En svo liélt hann
áfram: ,,Það fyrsta, sem maður á alltaf að gera sér grein fyrir,
er hvernig hægt sé að vinna livert verk með sem allra minnstri
fyrirhöfn. Maður á aldrei að gera tvö handtök, þar sem hægt
er að komast af með eitt. Enginn getur verið bæði fljótur og
velvirkur, nema hann hafi hagsýni til að vinna sér verkið sem
léttast. í því er í raun og veru leyndardómur vinnunnar fólg-
inn: Getirðu dregið úr erfiðinu, minnkar þreytan — minnki
þreytan, aukast afköstin."
Þannig hélt Jens áfram dag eftir dag við hvert einasta verk,
sem hann vissi, að ég liafði ekki vanizt áður — og alltaf voru
orðtök hans liin sömu: livað ég yrði að kenna sér, ef hann væri
kominn til íslands — og að það væri „eitthvað sérstakt við
hvaðeina." Þolinmæði lians held ég, að liafi verið óþrjótandi.
Hún kom líka fram á annan Iiátt, sem ég hafði gaman af:
Þetta sumar gerði mikla óþurrka um uppskerutímann, ein-
mitt þegar búið var að slá það mesta af korninu. Dag eftir dag
var dynjandi rigning, og við vorum í raun og veru verklausir
að mestu, því að ekki var hægt að athafna sig neitt. Rigning-
unni fylgdu allmiklir liitar, svo að ekki leið á löngu, áður en
kornið fór að spíra í öxunum, og hélzt leit út fyrir að upp-
skeran öll yrði ónýt. Á hverjum morgni gekk Jens út á akrana
að skoða kornið sitt, og alltaf kom hann niðurlútur og
áhyggjufullur aftur til okkar piltanna, þar sem við vorum að
dútla við eitthvað.
„Ekki er það efnilegt, piltar,“ sagði Jens og hristi höfuðið.
„Ef þessu fer fram, er allt eyðilagt eftir nokkra daga, og það
er annað en gaman að ltorfa upp á alla uppskeruna fara svona.
Það er nú meiri skaðinn!" — Því næst leit hann til loftsins og
l)ætti við hressilegar og hálfbrosandi: „Ég Iield nú annars, að
Jrað sé að létta til. Kannske verður nú kominn þurrkur á
morgun, og haldist liann í nokkra daga, getur þetta allt farið
ágætlega ennþá-“ Þetta endurtók sig á hverjum degi, meðan
rigningakaflinn stóð yfir, og svo einn morgun var sólskinið
komið. Þá sagði Jens: „Það er eins og ég hef alltaf sagt, þetta