Jörð - 01.05.1945, Qupperneq 91
JÖRÐ
89
og hagsýni, er hún lýsir, heldur umfrarn allt sem skjalfesting
hófstil 1 ingar, er þróast hefur með þjóð, sem stendur djúpum
rótum í lýðfrelsishugsjón og -háttum, og reynir að ryðja sér
braut — á undirstöðu 1000—ára réttarmenningar, er hefur
þjóðina sjálfa að æðsta valdhafa — ekki aftur til þess, sem var,
heldur — til mannsæmandi framþróunar.
Úr leyniblöðunum I.
FRI l DANMARK": — „Það er bezt að gera sér það ljóst, að komizt verð-
ur hjá „lielgiskn" ástandi í Danmörku, ef 1) Mótspyrnuhreyfingin fær
þá hlutdeild í hinni komandi stjórn, sem haráttunnar og sigursins réttur gefur
henni fullt tilkall lil. 2) Nú þegar er undirbúin ýtarleg starfsáætlun fyrir kom-
andi stjórn, samkvæmt þeim drögum, sem sett eru fram 'í yfirlýsingu Frelsis-
ráðsins: „Þegar Daninörk er aftur frjáls“.i) 3) Stjórnmálaflokkarnir veita mót-
spyrnuhreyfingunni verðuga viðurkenningu, eftir að landið er orðið laust.
• • • • I i 1 þess þarf ekki aðeins að veita hreyfingunni hlutdeild í ríkisstjórninni
°g framfylgja kröfu hennar um tafarlausa refsingu. Allt stjórnmálavið
horfið verður að gerbreytast frá því sem var fyrir styrjöldina. bað má ekki
láta við það sitja, að tryggja lýðfrelsið — það verðttr að komast þróun í það.“
DEN DANSKE l’AROLE" (stytt lílið eitt): „Það á ekki að geta talizt vafa-
mál, að Ríkisdagurinn, sem kosinn var árið 1913, er eina eðlilega tákn
þess takmarks, sem frelsisbaráttan hefur sett sér. Og þó er bann ekki fullkoniið
tákn um það .... Komnninistaflokkurinn hafði verið útilokaður .... Ríkis-
dagurinn verður sjálfur að finna leið til að leiðrétta þetta .... Oss þætti lík-
legt, að bæði Frelsisráðið og þeir landar vorir, sem á alþjóðlcgum vettvangi
bafa varið og skýrt afstöðu Danmerkur í hernáminu, fái ekki aðeins j>ó nokkra
(„rimelig") hlutdeild í ríkisstjórninni, heldur mikla („betydelig").
DANSKE TIDENDE" (stytl lílið eitt): „Forustumenn stjórnmálanna í Dan-
mörku geta vafalaust myndað stjórn, er njóta nuindi trausls einnig meðal
hermanna heimavígstöðvanna. Því ef þeir ætluðu sjálfum sér stærri hliit en
svo, mundu þeir bara bíða þanu ósigur við kosningar, að þeir ættu sér aldrci
viðreisnar von. Auðvitað munu leiðtogar mótspyrnuhreyfingarinnar hafa sams
konar ábyrgðartilfinningu með tilliti til stjórnmálalegrar samvinnu innan vé-
banda hinnar dönsku stjórnskipanar."
1) Sbr. grein hr. Svarts hér á undan.