Jörð - 01.05.1945, Side 32
30
JÖRÐ
ári. Og má nærri geta, hvort ekkert liafi gerzt öll hin mörgu ár
önnur, sem Lassen var Garðprófastur.
VÍ hefur verið slegið frarn, að Kaupmannahafnarháskóli
t' liafi gert oss íslendingum meira illt en gott. Þeir, er þannig
mæla,sjálfsagt fáir, láta sér ekki til hugar koma að draga neitt úr
því, að Hafnarháskóli hafi ávallt verið svo að segja í fremstu
röð háskóla, og ekki hinu heldur, að íslenzkir stúdentar liafi
jafnan yfirleitt notið verðleika sinna þar að fullu. Og ekki
vefengja þeir, að mikil menntun og mikill lærdómur hafi
þannig runnið til lands vors frá Hafnarháskóla þær aldir,
sem vér Islendingar sótturn svo að segja einvörðungu þang-
að allan vorn háskólalærdóm. En þeir .segja, að sú einhæfni,
er nú var nefnd, liafi skaðað þjóð vora svo mjög, að það yfir-
gnæfi jafnvel allt hið góða, sem frá Kaupmannahafnarháskóla
liefur til íslands flotið. Slík ummæli á að vísu varla að skilja
bókstaflega, jafnvel þótt frá merkum korni. En ég hygg, að þau
séu ómakleg, hvernig sem á þau er litið. Stutt rökstuðning:
íslendingar eru, sem kunnugt er, afar fámenn þjóð, og stúd-
entar, er héðan gætu siglt til liáskólanáms, voru, til skamms
tíma, sárfáir — þó aldrei nema fáeinir tugir væru jafnan við
háskólann í Höfn, úr því að komið var á 19. öldina og jafnvel
fyrr. Hefðu nú þessir fáu stúdentar dreift sér víðs vegar um
álfuna, þá hefðu þeir að vísu komið heim með fjölbreyttari
sjónarmið og aðferðir, — en þeir hefðu svo að segja týnzt, hver
á sínum stað. Þeir hefðu horfið alveg í yfirgnæfanleik þess þjóð-
ernis, er fyrir var — tiltölulega margir m. a. s. aldrei komið
aftur til íslands —, en það, sem mestu varðar: Þeir hefðu aldrei
haft tök á því að mynda neina þjóðlega, íslenzka „nýlendu"
neins staðar. Þegar svo aftur er athugað, livað það var, sem
spratt upp og þróaðist á vegum hinnar íslenzku „nýlendu" við
Hafnarháskóla, þá getur varla neinum blandazt hugur um, að
það hefði verið það tjón, er e. t. v. hefði hvorki meira né minna
en riðið íslenzku þjóðerni og íslenzkri menningu að fullu, ef
hinir fáu íslenzku utanfararstúdentar 18. og 19. aldar hefðu
dreift sér víða út um lönd, í stað þess að fara allir til Kaup-
mannahafnarháskóla.