Jörð - 01.05.1945, Side 76
74
JÖRÐ
apríl 1940, einskisvirtu þeir, er til kom. Framkoma þeirra varð
æ ófyrirleitnari og hrottalegri, og brátt var öllum heilskyggn-
um Dönum Ijóst, livað fyrir Þjóðverjum vakti undir niðri.
Þó að þeir hefðu lofað því skilyrðislaust að skipta sér ekki
af innanlandsmálum Dana, komu þeir þó fljótlega á eftirliti
og samhæfingu á öllum sviðum. Blöðin, útvarpið, stjórnmálin,
félagastarfsemi, kvikmyndir, bækur — í stuttu máli sagt: sér-
hver aðferð til frjálsrar tjáningar var heft. Á t'/o ári kúguðu
þeir yfir 7 milljarða króna virði af dönsku þjóðinni, lögðu
undir sig mörg herskip og alls konar herbúnað, komu sér upp
flugvöllum, notuðu Danmörku sem árásabækistöð — í stuttu
máli: öll loforð Þjóðverja reyndust, eins og vant var, orðagjálf-
ur einbert. Heill stjórnmálaflokkur, Kommúnistar, var bann-
aður, og sumir áhrifaríkir stjórnmálamenn ofsóttir. Danmörk
var neydd til þess að segja sundur stjórnmálasambandinu við
Sovjet-lýðveldin (júní 1941) og undirrita and-konnnúnistiska
sáttmálann (25. nóv. 1941).
Eins og fyrr var frá sagt, gerðu Þjóðverjar ítrekaðar tilraunir
til að reka fleyg inn í dönsku þjóðina og eyða samheldni henn-
ar. Til þess notuðu þeir „finnntu herdeild" sína, ýmist danska
nazista eða aðra attaníossa á stjórn- og menningarmálasviðinu.
Reynt var að spilla á milli konungs og þjóðarinnar, vekja
sundrung milli stjórnmálaflokka og milli stétta. Einnig var
reynt að færa sér í nyt þann mismun, sem ævinlega og alls
staðar er á skapgerð manna: sumir athafnasamir, aðrir seinir
til. En danski Nazistaflokkurinn var veikur reyr að styðjast við
í þessum átökum. Hann vakti aðhlátur meðal almennings með
sínum eigin ósamtökum og innbyrðisilldeilum, og var svo veill,
að jafnvel Þjóðverjar áttuðu sig, áður en á löngu leið, á því,
að við liann varð ekki stuðzt.
En allar þessar sundrungartilraunir voru unnar fyrir gýg.
Glæsilegasta dæmið um það voru þjóðþingskosningarnar 23.
marz 1943, er 98,5% greiddu atkvæði með lýðræðisflokkum.
Með því sýndi danska þjóðin svo, að ekki varð um villzt, að
Nazismi er ekki af hennar anda og að hún ætlaði sér ekki að
hafa neitt saman við hann að sælda eða menga danskt lýðfrelsi
með honum á neinn hátt. Nazisminn varð undir í þeirri bar-