Jörð - 01.05.1945, Page 79
JÖRÐ
77
NEI. Þjóðverjar lýstu þá sjálfir yfir hernaðarástandi og tóku
völdin af konungi og ríkisstjórn. En konungur neitaði að taka
lausnarbeiðni ráðuneytisins til greina. Með því var raunar
fyrir það girt, að Þjóðverjar gætu sett aðra, lögmæta stjórn á
laggirnar. Og þrátt fyrir allan ójöfnuð í sinn garð bösluðust
Danir áfrant með stjórn landsins án þings og ráðuneytis. Þessa
sjálfheldu, sem kom Þjóðverjum í lireinasta öngþveiti, áttu
þeir þá upp á sig sjálfa, því að þeir gátu lieldur ekki fengið sig
til að taka stjórnina á landinu að fullu í eigin hendur.
En auk þessa stjórnmálaósigurs, biðu Þjóðverjar einnig
hernaðarósigur:
í morgunsárinu 9. apríl liöfðu farið fram orrustur á landa-
mærunum, sem Þjóðverjar vildu helzt gleyma. En þær leifar
hers og flota, sem Danmörk hafði fengið að halda, eftir 9.
apríl, spillti nú orðið draumum þeirra, því ef þeir biðu ósigur,
gat þar orðið þeim óþægur ljár í þúfu. Það varð því að leggja
með öllu niður her og flota, en kyrrsetja foringjalið og óbreytta
hermenn. Herskipin sjálf gátu Þjóðverjar notað. En morgun-
inn 29. ágúst stóð landgöngulið danska flotans, búið til bar-
daga, við vélbyssur og fallbyssur og bannaði aðgönguna til
Hólmsins, sem er lægi flotans. Elotaforinginn skipaði smærri
skipunum að koma sér undan til Svíþjóðar, en stóru skipun-
um var sökkt af eigin áhöfnum í dönskunr sjó. Þjóðverjar hafa
seinna reynt, án árangurs, að ná sumum þeirra upp aftur.
Fánaskip danska flotans, ,,Niels Juel“, brauzt áfram frá Hol-
bæk til Hundested*) í svo að segja stöðugum bardaga við her-
skip og flugvélar Þjóðverja. Ætlaði skipherrann að reyna að
koma skipinu undan til Svíþjóðar, en varð að láta sér lynda,
að sigla því í strand, eftir að hafa opnað botnlokurnar. Margir
danskir herflokkar börðust klukkustundum saman við ofur-
efli Þjóðverja, áður en þeir yrðu yfirbugaðir og vopnum
flettir.
Útkoman af öllu þessu varð, að Danir litu á sig sem ófriðar-
þjóð við Þýzkaland. Þó að vopnlausir væru, var enginn efi í
jseim um, að þetta væri eina, rétta úrræðið. Réttlætið mundi
sigra og Danmörk endurheimta frelsi og sjálfstæði.
*) i Norðursjálandi við ísafjörð.