Jörð - 01.05.1945, Side 63
JÖRÐ
61
sauðargæru jafn glæsilegan og sigurvissan. Jasja, þá það. —
Skál djöfulsins!
NÍELS EBBESEN: Þú talaðir til hans? — Þú talaðir við Iiann?
En talaðir þú til hans á réttan hátt?
SERA LORENS: Nei, því að ég talaði með tungunni í mér.
En það er aðeins eitt tungumál, sem liann skilur. Mál sverðs-
ins. Og nú er það of seint. Guð náði oss vesæla. — Nú er það
um alla eilífð of seint.
NÍELS EBBESEN: Ég lield ekki----
SÉRA LORENS: Hvað heldur þú ekki?
NÍF.LS EBBESEN: Ég lield, að ég láti ekki heimamenn mína
fara til Randers.
SÉRA LORENS: Ha — ha — ha! Nú, ekki það! Hvert ætlar þú
að láta þá fara?
NÍELS EBBESEN: Ég — ég fer þangað sjálfur.
SÉRA LORENS: Þú?
NÍELS EBBESEN: Ég ætla að reyna að tala við hann.
’ SÉRA LORENS: Á, svei! Ha - ha - ha!
NÍELS EBBESEN: Og liafir þú á réttu að standa, — komi
það í ljós, að hann skilji alls ekki-
SERA LORENS hlœr, en slnmar i honum, þegar hann litur á
Níels: Hvað? — Já, hvað þá?
NÍELS EBBESEN litur undan.
SÉRA LORENS: Hvað er Jjér í huga, maður?
NÍELS EBBESEN svarar ekki.
SÉRA LORENS þurrkar svita af enninu: Níels Ebbesen!
NÍELS EBBESEN: Já! ....
SÉRA LORENS lágmœltur: Níels Ebbesen, slíkt er ekki hægt
að gera riú á tímum. Það var aðeins á dögum Gamla testa-
mentisins-----í gÖmlum ræningjasögum. Nei, ónei, og
Iivernig ættir þú að gera það? Hann veitir J)ér ekki áheyrn.
Vopnuðum hleypir hann Jrér aldrei inn.
NÍELS EBBESEN lágt, en fast: Jú! ....
SÉRA LORENS: Hr. Níels, áður en þú afræður Jrað, ætla ég
að biðja þig að athuga---
NÍEI.S EBBESEN tekur fram i: Ég h e f afráðið það.