Jörð - 01.05.1945, Page 73
JÖRÐ
71
haldsins manna annars vegar og liinna, sem eru athafnanna
og andspyrnunnar menn. Ef það er þetta, sem Þjóðverjum
liefur brugðizt, þetta, að geta rekið fleyginn inn á milli ólíkra
manna og ólíkra hagsmuna, þá er einnig alkunn aðferðin, sem
af því leiðir, en hún er sú, að bíða og sjá enn hvað setur og
.leita enn að snöggum bletti, unz heppilegri stund rennur upp
til þess að reka fleyginn þar inn.
ÞÓ AÐ þetta kunni því að hafa verið él eitt, þurfum við að
vera við öllu búnir. Þetta hef ég einnig sagt löndum mín-
um hér. Og þegar stundin kemur, verðum við að taka því, sem
að höndum ber, með virðuleik og festu. Við liöfum hingað til
ekki þurft að þola neitt örlagaþungt, hjá því sem aðrar þjóðir
hafa þurft að þjást; í Noregi, Hollandi og Grikklandi, að ekki
sé talað um slavnesku löndin. En við getunt sýnt heiminum
það, að við séum menn til þess að þola þrautir, og það er sann-
færing mín, að fyrr eða seinna komi að því, að við verðum að
bera okkar byrði í sameiginlegri baráttu fyrir réttinum til
þess að mega lifa sem frjálsir menn.
Við höfum borið gæfu til þess í Danmörku að eiga stjórn-
málamenn, sem staðið hafa sameinaðir til verndar Danmörku,
sundrungarlaust og sem þjóðlegir danskir menn. Við höfum
enn fremur borið gæfu til þess, að eiga konung, sem þjóðin
hefur getað fylkt sér um, fastar en fyrr um nokkurn annan
konung. Konungur hefur verið öruggasta virki okkar gegn
öllum árásum utan að, með karlmennskunnar krafti hefur
hann borið þau þungu örlög að þurfa að vera konungur og
þó fangi í landi sjálfs sín. Það rnundi verða dönsku þjóðinni
óbætanlegt tjón að þurfa að sjá á bak honum nú á þessum
alvarlegu tímum. Ef til þess þyrfti að koma, mundi hann öðlast
þá æðstu hamingju, sem nokkrum rrianni getur hlotnazt; að
falla á verðinum, að „deyja standandi“, eins og Ágústus keisari
komst að orði. Konungur lítur á það sem einn þátt í konungs-
starfi sínu, að ríða daglega út um borg sína og sýna þjóð sinni,
að hann sé sífellt konungur hennar.
Eg efast ekki um það eitt andartak, að í fyllingu tímans
muni danska þjóðin taka örlögum sínum með virðulegum