Jörð - 01.05.1945, Side 30
28
JÖRÐ
REYNSLA ÍSLÉNDINGA
í DANMÖRKU
— ★ —
REYNSLA íslendinga í Danmörku er dálítið annað en
reynsla íslendinga af Danmörku. Hin síðarnefnda hefur
vitanlega verið mjög misjöfn á umliðnum öldum fram til vorra
daga og á þó það, er miður fór í þeim efnum — og sumt afar
illa, sem alkunna er — vafalaust almennar, alþjóðlegar
skýringar, sögulegs og landfræðilegs eðlis, sem varla hafa
enn sem komið er, \rerið krufðar vel til mergjar, enda, af
eðlilegum ástæðum, verið utan sjóndeildarhrings alls al-
mennings. Og fræðimenn hafa verið svo hughaldnir af ein-
stökum atriðum og þáttum sögunnar, að þeir munu heldur
aldrei hafa tekið sem skyldi til athugunar þetta víðtæka sjónar-
mið, sem er J)ó svo óhjákvæmilegt til fyllilegs réttdæmis. En
einnig þeir liafa, a. m. k. að nokkru, verið í sínum rétti: á með-
an þjóð vor var í Jreirri aðstöðu, að hún varð að neyta allrar
orku til að ná fullu sjálfstæði, bæði ytra og innra, Jiá hafði þetta
hið vísindalegasta og réttlátasta sjónarmið ekki sinn fulla sann-
leikskraft, því lifið þurfti Jiá ekki enn á svo Juoskuðu áliti að
halda — og gat ekki einu sinni látið Jrað í té. Andlegur þróttur
manna og Jrjóða er takmarkaður og á meðan barátta er háð,
verður að einbeita athyglinni að takmörkuðum viðhorfum.
Nú, eftir að sigurinn er unninn, höfum vér Islendingar hins
vegar ráð á því að fara að skoða afstöðu, verk og vanmátt Dan-
merkur gagnvart íslandi alveg af nýju, frá hinum almennustu
sjónarmiðum, sem söguleg vísindi eiga yfir að ráða — og vér
höfum m. a. s. tæplega ráð á að gera ])að ekki. Því oss væri sómi
að því og vér getum J)að, og vér erum lítil þjóð í stóru hlutverki
— sem sjálfstætt ríki — og höfum ekki efni á að láta neitt ógert,
sem vér getum gert oss til sóma. Og því síður, þegar svo stendur
á sem hér, að J:>að yrði jafnframt til að ylja öðrum þjóðum um