Jörð - 01.05.1945, Side 74
72
JÖRÐ
þrótti undir forustu konungs. Danska þjóðin er þolgóð í and-
streymi og hefur oftar en einu sinni barizt gegn ofurefli.
Margar raddir hafa heyrzt unt það heima í Danmörku og utan-
lands, að þangað muni leiðin liggja. Stúdentarnir sögðu kon-
ungi Jrað 26. nóvember í fyrra á hallartorgi Amalíuborgar, nefnd
borgara úr öllum stéttum í Odense sagði Jrað sama í vetur og
á margan hátt hefur fjöldi Dana sýnt Jrað, að við erum reiðu-
búnir. Þjóðverjar eiga fyrir sér þungan róður.
Sumum kann ef til vill að koma það á óvart, að Danir séu
viðbúnir til Jress að taka því, að uppúr slitni. En Jrað er sjálfsagt
meðfram afleiðing Jress, að Þjóðverjar, eða réttara sagt sá
flokkur þeirra, sem með völdin fer, Gestapo og S.S., hefur nú
sýnt innræti sitt í öllum hernumdu löndunum. Undir stjórn
Þjóðverja er ekki að vænta neinnar nýskipunar í Evrópu;
nýja skipulagið er ekki annað en ofbeldi og rán og andleg
kúgun, til hagsmuna fyrir „drottinþjóðina" eina —,,das Herren-
volk“ —, sem sjálf verður svo rænd og buguð af yfirstétt, sem
til Jress er alin upp — „Hitler-Jugend“.
Þjóðernis-jafnaðarstefna er rangnefni, efnislaus kennisetn-
ing. Kenningin um aríska kynstofninn er dauð og grafin í
blóði norskra og hollenzkra frændjrjóða, kyrkt í þeim hlekkj-
um, sem fjötra menningu hinnar dönsku „frændjrjóðar". Hinn
sameiginleigi norræn-aríski „Rassentum" er núorðið aldrei
meir nefndur í þýzkurn blöðum.
Þýzkalandi mun blæða út eins og Frakklandi á tínrum
Napóleons. „Wir siegen uns tot“, „Wir sind belogen und
betrogen“ sagði gamall og harðsvíraður prússneskur aðals-
maður eftir hrunið 1918. Það sama mun verða sagt enn.
Allt Jretta er nú orðið undirokuðu þjóðunum ljóst. Þær
skilja Jrað nú, að nýskipun Nazismans hefur ekkert betra að
bjóða en þann þrældónr, senr Tyrkir færðu Balkanjrjóðunum
í 500 ár, og Þjóðverjar feta nú þegar dyggilega í fótspor Tyrkja.
Ejölskyldum er tvístrað, karlmennirnir sendir í hervinnu á
vígstöðvunum, konurnar í verksmiðjur eða aðra staði og svo
er börnunum komið fyrir í uppeldisstofnunum, til þess að
þau verði alin up í liinni nýju trú, eins og Tyrkir söfnuðu
saman kristnum drengjum og gerðu þá að trylltum bardaga-