Jörð - 01.05.1945, Side 69
JÖRÐ
67
Danmörku skil ja ekki það nýja, sem nú er að ryðja sér til rúms
í Evrópu; þeir lilusta á enskt útvarp.“
í grein í „Völkischer Beobachter" £rá 26. júlí er talað sér-
staklega skýrt um það, hversu Danir séu hikandi í afstöðu
sinni til „hinnar nýju Evrópu“, þó að þeir viðurkenni, að
margt sé úrelt í skipulaginu, eins og það er. Danir segi sem svo,
að þeir viti, hverju þeir sleppi, en ekki hvað þeir hreppi. Þeir
hugsi um þá velmegun, sem þeir liafa áunnið sér með iðni og
ærlegri vinnu; þeir hugsi um menningarverðmæti sín og eink-
um frelsið, sem þeir meti svo mikils; frelsið í þeim skilningi,
sem. þeir þóknast að leggja í það í Danmörku. Hver Dani fari
þær götur, sem honum bezt líkar í trú sinni og hugsun, orðum
sínum og athöfnum. Stjórnmálaleiðtogunum hafi tekizt að
stæla og gera staðfasta trúna á þessi verðmæti. Menn óttist það,
eins og dagblaðið „Börsen“ komst að orði, að glata hugsunar-
og athafnafrelsi sínu. En Dönum ætti að skiljast það, að þegar
við Bolsjevíka sé að eiga, stoði hvorki orð né eiðar, en vopnin
ein geti bægt burtu hættunni úr austri. Einnig Hilck talar um
vaxandi samúð milli norrænu þjóðanna til styrktar þjóðrækn-
inni.
í alveg sömu átt fara nokkur ummæli úr ritstjórnargrein í
„Nordschleswigsche Zeitung". Þar segir m. a„ að lýðræðisblöð-
in í Danmörku séu engan veginn hlutlaus, heldur hallist þau
á sveif með Bretum og Rússum.
Þessar blaðagreinar sunnan yfir landamærin tala sínu máli
sjálfar, og sami sónninn er einnig í dönsku Nazistunum heima
í Danmörku. Þeir kvarta sífellt um það, að þeir geti ekki hald-
ið fundi, af því að enginn vilji leigja þeim húsnæði. Þeir segja,
að reynt sé að draga dár að sér og óvirða sig á allar lundir. Þeir
segja, að gengið sé á snið við sig, nazistastúdentarnir séu löðr-
nngaðir í háskólanum, börn nazistaforeldra séu hrakin og
hrjáð í skólunum og ieiðtogarnir ekki nefndir á nafn í „Bláu
hókinni".
Þó að sumt af þessu sé léttvægt hjal, er annað alvarlegt í fari
dönsku nazistablaðanna: sem sé hótanirnar gegn dönskum
stjórnarvöldum, ef þau bindi ekki enda á „rauða áróðurinn"
og „ofsóknirnar" gegn þeim, sem fylgja stefnu „hinnar nýju
5*