Jörð - 01.05.1945, Side 83
JORÐ
81
3000 lögreglumanna til Þýzkalands. Fjöldi var auk þess hneppt-
ur í fangabúðir Þjóðverja í Fröslev í Suður-Jótlandi.
Hins vegar hefur mótþróahreyfingin danska ekki látið hagg-
ast frá hyggilegu mati á kringumstæðunum, æsa sig til ótíma-
ltærra atliafna, né heldur látið kúgast. Hún bíður með still-
ingu, ásamt allri þjóðinni, undir öruggri forustu Frelsisráðs-
ins, þess dags, er fyrirskipun kemur frá yfirherstjórn Banda-
manna urn aflsherjar uppreisn. Þá munu frelsisliðar Danmerk-
ur, í samfélagi við heri Bandamanna, reka hinn hataða fjanda
út úr landi sínu, Dannebrog svífa aftur yfir frjálsri Danmörk
og frjáls konungur af nýju fara um meðal þjóðar sinnar
frjálsrar.
EGAR Danmörk er þannig aftur frjáls orðin, mun jafn-
Jr skjótt hefjast hið vandasama tímabil milli ófriðar og
friðar. Með atburðina í öðrum endurleystum löndum á því
tímabili fyrir augum, er það vafalaust, að mörgum mun leika
hugur á að vita um líkurnar fyrir því, hvernig þessu muni
reiða af í Danmörku.
Eftir öllum sólarmerkjum að dærna, er full ástæða til að
vænta, að í Danmörku muni þetta tímabil fara með friði.
Konungur mun geta kallað saman ráðuneytið, sem hann
hefur aldrei veitt Iausn, tekið á móti lausnarbeiðni þess og
falið manni, er til þess þætti hæfur, að mynda nýtt ráðuneyti
— e. t. v. Buhl fyrrv. forsætisráðherra. Mundi sá maður þá
væntanlega endurskipuleggja hið fráfarandi ráðuneyti með því
að losa það við fáeina meðlimi, er ekki geta talizt æskilegir,
og bæta í það nýjum í staðinn, þ. á m. líklega tveimur eða
þremur úr Frelsisráðinu, Christmas Möller, eða svipuðum
persónuleikum, er unnið hafa sér frama í sambandi við mót-
spyrnuhreyfinguna. Þannig mynduð stjórn ætti að geta stýrt
landinu friðsamlega og öfgalaust í gegnum hið vandasama
millibilsástand og látið fara fram nýjar Ríkisþingskosningar,
svo að þjóðin geti hið bráðasta tekið afstöðu til framtíðar
stjórnarstefnu ríkisins og hinna miklu reikningsskila eftir
styrjöldina.
Sú afstaða, sem Frelsisráðið hefur fram að þessu tekið gagn-
6