Jörð - 01.05.1945, Side 92
90
JÖRÐ
ÁGÚST H. BJARNASON:
SKILNAÐARORÐ
----★-------
HERRA ritstjóri! Þér hafið æskt ummæla rninna urn afstöðu
vora til frændþjóðar vorrar Dana, og skulu þau fúslega í
té látin.
Eg hugsa, að enginn, sem þekkir nokkuð til sögu vorrar,
muni lá oss það, þótt vér reyndum að öðlast aftur sjálfstæði
vort, jafnskjótt og tækifæri bauðst til þess að rétturn lögum. Á
þjóðveldistímanum (874—1264) höfðum vér farið með vor eigin
mál í nærfellt fjórar aldir. En erlendum konungum höfðum
vér lotið í því nær sjö aldir (1264—1944) við mjög misjafnt at-
læti og, fram til síðustu kynslóða, við síhnignandi hag. Á hinn
bóginn höfðum vér í höndum skýran samning við sambands-
þjóð vora, Dani, um það, að vér, að ftdlnægðum vissum skil-
yrðum, gætum sagt sambandinu upp eftir ákveðinn tíma. Öll-
um Jressum skilyrðum var fullnægt nema einu, um samninga-
umleitun milli þjóðanna, sem ekki var unnt að fullnægja inn-
an ltins ákveðna tíma, sakir stríðsins; en málinu á liinn bóginn
tel'lt í tvísýnu, ef beðið hefði verið til stríðsloka. í full fjögur ár
stjórnaði ríkisstjórn vor landinu í umboði konungs, en sagði
Jró upp samningunum í maí 1941; síðan biðum vér Jress í þrjú
ár, að uppsagnarfresturinn rynni út. Þá var Jrví yfir lýst í maí
1944, að vér myndum stofna lýðveldi. Síðan fór fram þjóðarat-
kvæði, er sýndi, svo glöggt senr verða mátti, að Jrjóðin var ein-
Imga um skilnað, og Alþingi lýsti yfir því, að lýðveldi væri
stofnað og kaus ríkisforseta. Sú athöfn fór fram á Þingvöllum
17. júní síðastliðinn með mjög virðulegum hætti og nteð öllu
kalalaust í garð hinnar ágætu sambandsjrjóðar vorrar, Dana, og
með fyllstu virðingu fyrir hinum fráfaranda konungi. Hygg ég,
að fátt hafi þenna dag snortið rneir hjörtu vor en hið göfug-
mannlega símskeyti konungs með heillaóskum lians til lands
og þjóðar. Var Jrað hið fegursta innsigli undir bróðurlegan
skilnað vorn og skal lengi í minnum liaft.