Jörð - 01.05.1945, Page 8
6
JORÐ
ísraelslýðs, hann var hróþandans rödd, vandlætingasamur og
kröfuharður. Hann var ekki mjúkur í máli við þjóð sína, þótt
liann elskaði hana — eða vegna þess að hann elskaði hana
flestum meir. Eg skal taka stutta tilvitnun af handa hófi:
„Þessi þjóð hefur verið mjög svo framarlega í flokki þeirra,
sem auðæfin eiga. En hvernig hefur verið með skilninginn á
því, að auði fylgir ábyrgð? Danska þjóðin hefur verið spillt af
dekri og hugsunarleysi. Vér höfum kaffært alvöru lífsins í leik.
Hinar miklu kröfur lágu alveg við dyrnar, kröfur um guðsótta,
sjálfsaga og fórnarlund fyrir landið. En vér létum þessar kröf-
ur liggja við dyrnar eins og lazaróna, hlaðna hræðilegum
kaunum, sem hundar sleiktu. Sjálfir lögðum vér stund á líf í
glaumi og léttúð: Það flýtur, meðan vér lifum, og hví skyldum
vér liafa áhyggjur af því, sem á eftir fer?“ Svona mætti tilfæra
kafla eftir kafla, ræðu eftir ræðu, logandi af grernju og leiftr-
andi af eggjunum. Kaj Munk vissi vel, að þessar ræður mundu
verða hans bani. Hann elskaði lífið, en hefur vonazt til þess,
að þegar hann fórnaði því fyrir bersögli sína, ntundi blóð hans
verða máttugri hvatning en orð lians. Og nú munu margir
hugsa, að Danir hafi loks tekið brýningunni. Tvímælalaust
var Kaj Munk mikill áhrifamaður, meðan hann lifði, og enn
meiri leiðtogi, eftir að hann hafði verið myrtur. En samt má
varlega trúa því, að eldmóður hans og örlög hafi mótað frelsis-
hreifinguna í Danmörku né jafnvel ráðið mestu um að vekja
hana.
HÉR í ríkisútvarpinu hefur Kaj Munks jDegar áður verið
fagurlega minnzt. Allir munu hafa skilið, að Jrað var gert
að verðleikum, hafa orðið snortnir af því, fundizt Jrað lyfta
liuga sínum. Eg er ekki viss um, að íslendingar skilji eins vel,
hvers vegna fæðingardagur Kristjáns konungs tíunda er nú
valinn til Jress að minnast baráttu dönsku Jrjóðarinnar á Jress-
um þrautatímum hennar. Þetta vildi eg reyna að skýra í fáum
orðum, eins og Jrað horfir við frá mínu sjónarmiði.
Kaj Munk er að vísu ekki einstakt fyrirbæri í sögu Dana.
Þeir hafa áður átt margar hetjur, sem sáust ekki fyrir, líka spá-