Jörð - 01.05.1945, Side 98
96
JÖRÐ
Eftirmáli
ÞÓ AÐ hefti þetta skýri sig sjálft, og tilganginn með því,
þykir iilýða að fara fáeinum ritstjórnarorðum mn það.
Tilgangurinn er í fæstum orðum sá, að „bróðurlegt orð“ sé
sagt af íslen/kri liálfu í garð fyrrv. sambandsþjóðar vorrar og
fyrrv. konungs vors. Auðvitað, og sem betur fer, falia héðan
mörg önnur bróðurleg orð í Dana garð, en að því er samtaka-
tjáningu í því efni snertir, liafa menn liel/t látið „verkin tala“,
Jjar sem eru samskot til nauðstaddra Dana, og mun því væntan-
iega engum Jiykja þessu Danmerkur-hefti JARÐAR ofaukið.
F.ins og dr. Sig. Nordal tekur svo ljóst fram í grein sinni Iiér
fremst í heftinu, er síður en svo, að sambandsslitin, og „lirað-
skilnaðurinn" sér í lagi, hafi borið neinum virðingar- né vin-
semdarskorti vott, heldur að sumu leyti l)einlínis hinu gagn-
stæða. En þeirrar skírskotunar þarf J)ó ekki með til J)ess, að
JORÐ telji sér óhætt að taka })að hér með fram, að það er sann-
færing hennar, að með hefti þessu tali hún í aðaldrátturn það,
sem íslenzka J)jóðin, sem heild, vildi sagt hafa jafnskjótt, að
framförnum skilnaðinum, í garð hinnar dönsku frændjrjóðar,
er barðist svo drengilega fyrir sjálfsvirðingu sinni og um leið
málstað þjóðlegrar sjálfsvirðingar yfirleitt. Barátta Dana og
kjör þau, sem J)eir hafa átt við að’búa, hafa snortið oss djúpt
og það var áreiðanlega innileg ósk allrar íslenzku þjóðarinnar,
að J)eir næðu sem fljótast og áfalla- og þjáningaminnst frelsi og
fullveldi, sem J)eir og kunna svo með að fara, að öðrum þjóð-
um er til fyrirmyndar. Og munu fá gleðitíðindi hafa vakið
meiri fögnuð og J)akklæti í íslenzkum brjóstum en hin snögga
uppfylling þeirrar óskar. Og varla mun heldur of sagt, að það
sé einlæg ósk alls Jrorra íslenzku þjóðarinnar, að skilnaðurinn
verði, líkt og Christmas Möller spáir í lok greinar sinnar,
upphaf að einlægari og frjósamari samskiptum og samtökum
milli J)essara tveggja J)jóða — vegna þess, að frjáls, norræn sam-
vinna eigi mikla framtíð fyrir höndum.