Jörð - 01.05.1945, Blaðsíða 14
12
JÖRÐ
lendri þjóð. — Þessir menn voru einatt taldir miklir vinir
Dana, og þeir munu yfirleitt hafa átt það lof skilið. En samt
kom þarna frarn nokkurt vantraust a hinni gömlu sambands-
þjóð og íslenzkur metnaður gagnvart henni.
Hins vegar voru hinir bráðlátari menn, sem virtist vera
skjótar aðgerðir um formlegan skilnað fyrir öllu. Þeim má
segja það til maklegs hróss, að þeir sýndu mikla biðlund og til-
látssemi, áður en lauk. Skilnaðurinn var ekki framkvæmdur
fyrr en tveimur árum síðar en þeir ætluðu sér í fyrstu, þeir
féllust á að haga afnámi Sambandslaganna í miklu meira sam-
ræmi við ákvæði þeirra en þá var fyrirhugað, og þeir leituðu
sífellt að nýjum og nýjum forsendum skilnaðarins, er væru
sem frambærilegastar. Að vísu féllu frá sumurn þessara manna
hörð ummæli í garð langfeðga þeirra Dana, sem nú lifa, fyrir
stjórn þeirra á Islandi, en gott hugarþel þeirra til hinnar
dönsku þjóðar var miklu ríkara á borði en í orði. Þeir báru
mjög mikið traust til frjálslyndis hennar og víðsýni og vitnuðu
óspart í vinsamleg orð Christmas Möllers og fleiri góðra
manna því til staðfestingar. Og þeir sáu ekki ofsjónum yfir
neinum sóma, sem konungi og Dönum gæti hlotnazt af þessu
máli. Það kom í ljós, er skeyti konungs barst hingað 17. júní,
að traust þessara manna, varð sér ekki til skammar og þeir voru
fúsir að veita honum alla virðingu af framkomu hans.
Þegar gætt er þessarar orðsendingar og eftirdæmis Kristjáns
konungs tíunda, sem vafalaust munu skera úr um viðhorf
hinnar dönsku þjóðar, hvað sem skannnsýnni einstaklingar
rneðal hennar hefðu annars hugsað, — og hins raunverulega
hugarþels alls þorra íslendinga, eins og það lýsti sér í skilnað-
armálinu, — ætti þetta hvort tveggja að vera ágæt undirstaða
góðs vinfengis í framtíðinni. Þetta er íslendingum mikilsvert
að skilja til hlítar, þegar þeir altur eiga kost frjálsra samskipta
við Dani, sem allir óska, að megi verða sem fyrst og báðum
þjóðunum til góðrar giftu.