Jörð - 01.05.1945, Blaðsíða 85
JÖRÐ
83
ANKER SVART, sendisveitarfulltrúi:
„Þegar Danmörk verður frjáls"
★
AÐ VAR í nóvembermánuði 1943, — aðeins rúmum tveim-
sr ur mánuðum eftir að „tamningar“-tilraun Þýzkalands á
Danmörku hafði farið endanlega út um Jaúfur og danska þjóð-
in svarað hinum þýzku kröfum með afdráttarlausu nei-i, reiðu-
búin til að taka afleiðingunum, — að Frelsisráð Danmerkur
sendi, gegnum leyniblað, áætlun sína um tímabilið upp úr
ófriðarástandinu. Bar áætlun Jiessi fyrirsögnina „Þegar Dan-
mörk verður frjáls“ og lausnarorðið: ,,Ef vér eigum að vinna
friðinn, verðum vér að búa oss undir J:>að í ófriðnum".
Þegar áætlun Jjessi kom dönskum almenningi fyrir sjónir —
J)ví að J^að átti hún víst, er hún var birt í „ólöglegu" blaði —
var þjóðin einmitt í þann veginn að hefja úrslita-átök sín við
kúgarana. Gyðingaofsóknirnar í byrjun októbermánaðar
höfðu verið ills viti um, hvað framundan var, og enginn vissi,
hversu langt Þjóðverjar mundu komast í skepnuskapnum.
Og samt sem áður þótti forustu hinnar virku mótspyrnu sem
hún hefði bæði næði og tíma og — ástæðu til að hugleiða,
hvaða ráðstafanir mundu henta bezt til þess að Danmörk gæti
orðið lnin sjálf sem allra fyrst, eftir að kúgarinn væri úr landi
rekinn; orðið landið, sem tryggði „Danans forna rétt til að
hugsa, trúa og tala frjálst."
Þetta er baksviðið, sem hafa verður í huga, Joá er rætt er um
ofangreint skjal, sem nú skal gert í stuttu máli og í 1 jósi þeirra
atburða, sem síðast liafa orðið í Danmörku.
Yfirlýsingin hefst með því, að fram eru teknar þrjár megin-
reglur til undirstöðu:
1. Lýðfrelsið skal tafarlaust og afdráttarlaust endurreist og
tryggilega um J:>að búið.
2. Þeir, sem gerzt hafa sekir eða samsekir um að skerða sjálf-
ræði vort og réttarfar í hernáminu eða hafa notað ófrelsi lands-
6*