Jörð - 01.05.1945, Blaðsíða 10
8
JORÐ
einstaklinganna, og það sýnir óvenjulegan félagsþroska með
frjálsu skipulagi.
Þeir íslendingar, sem helzt hafa fengið hugmyndir sínar um
Dani á Strikinu og í Tívólí, á gildaskálum og skemmtistöðum
Hafnar, hafa kynnzt þeim jafnlítið sem flestir útlendingar
kynnast Frökkum af yzta borði Parísarborgar. Það er reyndar
satt, að Dönum þykir gott að skemmta sér og þeir virðast oft
málskrafsmiklir og gjálífir. Samt munu flestir veita því eftir-
tekt, að í skemmtunum sínum eru þeir venjulega hófsamir,
gætnir og prúðir. Og ef við kynnumst þeim í starfi þeirra og
daglegu lífi, munum við finna þar óvenjulega festu og jafn-
vægi. Til þess að þetta litla land hafi getað veitt svo mörgu
fólki góða afkomu hefur þurft bæði ræktun þjóðarinnar og
jarðarinnar. Að svo rniklu leyti sem unnt er að lýsa heilli þjóð
í einu orði, finnst mér Danir framar öllu vera traust þjóð. All-
ar Norðurlandaþjóðirnar liafa eitthvað sérstakt sér til ágætis,
og því er svo skemmtilegt að bera þær saman. Mér virðist Dan-
ir vera heilsteyptasta þjóðin, jafnmenntaðastir, samstilltastir,
þroskaðastir til samtaka og samheldni. Þetta samrýmist ágæt-
lega jafnsléttunni og þéttbýlinu. Og því fer fjarri, að þeir séu
svo léttlátir sem þeir virðast tilsýndar eða við augabragðs-
kynni. Þeir eru bæði að eðlisfari og uppeldi dulir og seintekn-
ir, tregir til þess að láta uppi tilfinningar sínar, tortryggnir
gagnvart stórum orðum og skýjaborgum, slá oft mestu alvöru
sinni upp í gaman, undir niðri skapmiklir og þykkjuþungir,
en líka trygglyndir og ræktarsamir, þar sem þeir taka því.
ÞÓTT Kristján tíundi sé konungur og höfði hærri á velli en
allur lýðurinn, virðist mér hann kjörinn fulltrúi hins
styrkasta og staðbezta í fari þjóðar sinnar, þess sem lætur
minnst yfir sér, en er drýgst, þegar mest á reynir. Hann er í
framgöngu heldur fálátur og þurr á manninn, í rauninni
óframfærinn, ófús að flíka tillinningum sínum, smáglettinn í
tilsvörum, hvorki hrifnæmur sjálfur né gjarn til þess að vekja
hrifningu eða sækjast eftir lýðhylli. Hann er að engu leyti
rómantískur í háttum né máli, miklu frernur hispurslaus og
íburðarlaus. Vitundin um að vera arfborinn til ríkis, konung-