Jörð - 01.05.1945, Síða 61
JÖRÐ
59
Kafli úr leikriti Kajs Munks:
„NIELS EBBESEN",
(þriðja þætti).,
NÍELS EBBESEN: Helði ég getað reist rönd við Gert greifa?
SÉRA LORENS: Nei, en þú hefðir getað skapað fordæmi.
Þegar einn maður rís á móti, þá rísa fleiri upp. Látum hann
sækja fram til Ribe og vinna Ribe við mikið manntjón,
halda til Kolding og berjast til sigurs, brjótast til Skander-
borgar, setjast um Arósa og gera mannskæð áhlaup, drattast
til Randers og komast líka yfir Jrann bæ, — en Jrá — þá hefur
honum blætt út. Búið, — má kasta rekunum á hann. Ekki
Jiú sjálfur, en fordæmi Jritt, heí'ði getað sigrað nöðruna. En
fjandakornið þú gerðir, og Jress vegna hræki ég á þig.
NÍELS EBBF.SEN: Ferst þér að lirækja?
SÉRA LORENS: Hvað þekkir þti til mín? Heldur Jrú, að ég
Hfi svo nokkra dagstund, að ég hræki ekki á mig sjálfan? —
Að ég skuli ekki hafa flett þessum svarta fíflakufli af mér
og klæðzt ærlegum herklæðum.------Ég var ungur, óharðn-
aður prestur, þegar Gerhart óð yfir Jótland í fyrsta skiptið.
Hvar sem ég fór, lágu börn, dauð úr hungri og munaðar-
leysi, særðar konur skriðu á fjórum fótum, limlestir menn
veinuðu og bölvuðu. Og allar Jressar fórnir til einskis. Rang-
lætið fór sigurför um landið. — Ég átti að ganga á milli með
sakramenti og mæla liuggunarorð um kærleik Guðs! — Ég
var ungur og óharðnaður. Hvernig átti ég að standast þetta?
Jú, djöfullinn getur birzt í fleiru en báli og brandi. Hann
tók sér bólfestu í ölkerunum og streymdi úr Jreim sem sval-
andi lind, er veitti frið og gleymsku. En hinir prestarnir
litu mig hornauga, og biskupinn hafði í hótunum. — Það
sat á Jreim, Jressum grandvöru þjónurn réttlætisins, sem
höfðu tungur tvær, og flatnröguðu fyrir djöflinum með
,,yðar hágöfgi" á vörunum. Og þegar ég stóð fyrir altarinu