Jörð - 01.05.1945, Qupperneq 89
JÖRÐ
87
gerðist — og ekki gerðist — fyrstu apríldagana 1940, er enn
óljóst flestum, en Frelsisráðið, sem skilur vitanlega vel, að
þjóðinni ber réttur til að fá allt slíkt upplýst, stingur upp á,
að kosin verði þingnefnd til þess að „rannsaka, hvort einstakl-
ingar innan ríkisstjórnar og enrbættisstéttar hafi gerzt sekir
um vanrækslu til orða eða verka, er þýðingu hafa haft fyrir
varnir landsins dagana kringum 9. apríl 1940“.
Ennfremur leggur Frelsisráðið til, að kosin sé þingnefnd
með því hlutvérki að „rannsaka, hvort einstaklingar innan rík-
isstjórna og ríkisþinga hernámstímans hafi svo mjög, að refsi-
vert verði að telja, brugðizt hagsmunum Danmerkur Þýzka-
lands vegna“.
Að öðru leyti eru í áætluninni nefndar eftirfarandi ráðstaf-
anir, er taki langmið á tryggingu réttarins:
Setning laga gegn embættismönnum og öðrum opinberunr
starfsmönnum, sem vegna Nazistahneigðar eða lauslyndis lrafa
sýnt sig illa til Jress fallna að eiga Jrátt í stjórninni á lýðfrjálsu
Jrjóðfélagi.
Sett séu ákvæði um skaðabótareglur handa fólki, sem vegna
jrjóðlegrar afstöðu hefur beðið efnahagslegt tjón á hernáms-
tímanum af ofsóknum, stöðumissi eða fangelsun.
Sett séu ákvæði, er heimili, að stríðsgróði verði gerður upp-
tækur til gagns hinu danska Jrjóðfélagi.
(5. janúar sl. kom í leyniblaðinu INFORMATION ná-
kvæmt uppkast af lagafrumvarpi Jressu lútandi. Því miður
tæki það of mikið rúm að rekja Jrau efni nánar hér).
Sérstök laoasetnino' um nazistiska oe, and-demókratíska starf-
semi á hernámstímanum.
(Það viðfangsefni hefur, sem stendur, tekið hugina heima
sterkum tökum, einkum vegna ógnarstjórnarinnar eins og hún
er nú orðin. Leyniblöðin hafa rætt skerpingu refsilöggjafar
vorrar, og margir eru teknir að lialda fast fram upptekningu
dauðarefsingar fyrir danska stríðsglæpamenn, svo sem upp-
ljóstrara, er komið hafa löndum sínum í píningar og dauða.
Lögfræðilegir sérfræðingar í Frelsisráðinu eru sagðir þegar í
undirbúningi með lagafrumvarp til viðbótar núgildandi refsi-
rétti).