Jörð - 01.05.1945, Qupperneq 22
20
JÖRÐ
fræðiprófi og síðan liðsforingjaprófi og varð kennari liðsfor-
ingja í latínu, en hvarf af embættisvegi og skóp sér störf að
eigin vild. Ásamt nokkrum fræðimönnum stofnaði hann Hið
norræna fornritafélag (Oldskriftselskab) 1825. Hann var skrif-
ari jress um fjóra áratugi, lífið og sálin í starfi þess öllu. Hann
var víkingur til vinnu, og bera útgáfur félagsins og aðrir hlutir
merki Jress.
Um tvítugt liafði Rafn fengið ástríðu til að stofna bókasöfn
og missti hana aldrei. Hið fyrsta var í Oðinsvéum heima á
Fjóni. 1818 beiddist hann, 23 ára gamall liðsforingi, inngöngu
í hið nýja bókmenntafélag íslendinga, með 20 ríkisdala frjálsu
árgjaldi, beinlínis í því skyni að láta félagið lirinda af stað
stofnun bókasafns fyrir almenning á íslandi. Samsumars var
safn þetta stofnað, sem nú er Landsbókasafn, mest með gjöfum,
sem Rafn og vinir hans útveguðu. Gaf hann sjálfur 20 bækur
og afsakaði, að hann hefði ekki fleiri, því að væri nýbúinn að
gefa bækur sínar öðru bókasafni, sem honum þótti vænt um.
Á hverju ári síðan gekk Rafn fram í því að útvega bækur fyrir
safnið, flestar gefins, og studdi Geir biskup Vídalín og aðra
forgöngumenn í Reykjavík með ráðum og dáð. í árslok 1827
voru fengin 4000 bindi, og hafði Jrá safnið verið opnað til al-
menningsnota. Var það á dómkirkjuloftinu í Reykjavík og
kallað stiftsbókasafn af yfirvöldum, en landsbókasafnsheitið
festu Fjölnismenn á því síðar. Um fjóra áratugi, frá 1824 til
dánardægurs, annaðist Rafn einn móttöku allra bókagjafa,
sem bárust því í Höfn, og sendi til Reykjavíkur, safninu og ís-
lendingum að kostnaðarlausu. Hann var faðir safnsins.
Rafn átti hlut í Jrví að stofna bókasafn Færeyinga í Þórs-
liöfn 1827 og bókasafn Grænlands í Godthaab 1829. Amts-
bókásafn, senr stofnað var á Akureyri, studdi hann einnig og
var loks riðinn við stofnun amtsbókasafns í Stykkisliólmi 1847.
Skipti Rafns við ísland voru auðvitað rnörg og mikil alla
ævi, og væri ekki jDýðingarlaust að minnast sambands hans
við Jón Sigurðsson, en þó skal aðeins tveggja smáþátta getið.
Rafn vildi ganga ríkt eftir reglu á stjórn og starfi Landsbóka-
safnsins, þótt fjarlægur væri. Hann taldi það skilyrði Jress, að
safnið fengi traust erlendis og hægt yrði að útvega því gjafir