Jörð - 01.05.1945, Side 47
JÖRÐ
45
FRIÐRIK ÁSMUNDSSON BREKKAN:
GÓÐ ÞJÓÐ"
-----★--------
RITSTJORI JARÐAR hefur beðið mig að lýsa dönsku al-
þýðufólki samkvæmt þeim kynnum, sem ég hef liaft af
því. Fljótt á litið virðist eins og J>að ætti ekki að vera erfitt
verk. En Jrað er bezt að kannast við ]rað undir eins, að ég er í
miklum vafa um, að mér takist það á þann hátt, að öðrurn
verði skiljanlegt. Og ég veit, að allt, sem ég lief að segja, getur
orkað tvímælis, þrátt fyrir, að ég hefi dvalizt meðal danskra
alþýðumanna — og Jreirra, er standa hinu eiginlega alþýðufólki
allra næst — liátt á annan tug ára, og það einmitt á þeim hluta
ævinnar, sem talið er, að maður liafi einna mesta liæfileika til
að samlagast umhverfi sínu og skilja Jrað til lilítar. Ég veit nú
ekki mikið um reynslu annarra, sem líkt hefur á staðið fyrir.
Mín eigin reynsla er sú, að Jrrátt fyrir allt var ég alltaf útlend-
ingur, og mér leið bezt meðal þeirra, sem skildu og viður-
kenndu Jressa staðreynd með mér.
Ég mætti mörgu — og auðvitað stundum misjöfnu. En Jregar
ég nú hugsa um Jrað allt og reyni að gera mér grein fyrir því
eftir Jressi mörgu ár, Jrá verð ég að kannast við, að hið góða,
sem ég mætti, er yfirgnæfandi í endurminningunni, og sú til-
finning, sem ríkust verður, er Jrakklæti fyrir hin margvíslegu
gæði, sem ég varð aðnjótandi — ekki sízt fyrir trygga vináttu
margra góðra manna. Einlægari vini lief ég aldrei fundið,
heldur en hjá jafnöldrum mínum og jafningjum meðal þessa
fólks.
Ég hef unnið með Dönum sem undirmaður og sem jafningi,
hef verið lærlingur, vinnumaður og daglaunamaður; ég hef
tekið þátt í ýmsum félagslegum störfum í Jreirra hópi, bæði
alvarlegum og til skemmtunar; ég hef setið á skólabekk með
J^eim og verið námsfélagi þeirra utan kennslustunda — þeir
hafa kennt mér, og mér hefur verið trúað fyrir að reyna að