Jörð - 01.05.1945, Page 55
JÖRÐ
53
lastheldnari á allt heldur en bræður þeirra hinum megin við
Beltin. Þeir eru íhaldssamari í háttum, fastheldnari við gömul
hús, gamla húsmuni og ýmsar gamlar venjur, enda þótt margt
slíkt týnist nú óðum einnig þar fyrir áhrif nýrrar tízku. Bænd-
ur selja ekki búpening sinn af löngun til að verzla eða breyta
til, heldur vegna þess, að búskaparlagið er nú orðið slíkt, að
bændur verða að fá tekjur sínar af uppeldi sláturpenings o. s.
frv. — Jótarnir eru breytingagjarnari á flest (nema málið), en
líka framtakssamari. Mest áberandi er breytingagirnin í löng-
un þeirra til að verzla með svo að segja alla skapaða hluti.
Strákarnir hafa hnífakaup. (Það kannast nú íslenzkir strákar
líka við) — þegar þeir eldast fara þeir að hafa kaup á úrum,
tóbakspípum og dósum, yfirhöfnum og treyjum — ég hef jafn-
vel séð þá fara úr skyrtum og nærbuxum til að hafa kaup —
ýmist slétt kaup eða með milligjöf — og alltaf með miklu
þjarki og prútti. Það er líf og yndi Jótans að verzla, og hann
lítur niður á Eyjabúann, af því að hann hefur ekki gaman af
þessu. (Ég var í þeirra augum alltaf eyjabúi í þessu tilliti). En
það eiginlega „sport“ er þó að verzla með hesta og nautgripi —
einkum hesta. Og það er regluleg nautn að hlusta á suma józka
bændur segja frá afreksverkum sínum í hesta- og kúabraski.
Það er ekkert í það varið, ef manni tekst ekki að leika á náung-
ann, en svo verður maður líka að geta tekið því sem hverju
öðru góðu gamni, að náunginn leikur á mann í staðinn, þegar
Iians er færið. Þar sannast, að enginn er annars bróðir í leik.
Ég hef heyrt beztu vini og nána frændur rifja upp sameigin-
lega og með mikilli kæti, hvernig þeir hafi leikið hver á annan
í hestakaupum eða nautgripasölu við ýms tækifæri: ,,Ég fór
annars illa með þig þá. . . .“ „Þú fórst ekki verr með mig, en
ég fór með þig árið eftir. . . .“ Eða: „Hann snuðaði mig svo
hatramlega í fyrra, að ég mátti til að sýna lit á að launa ltonum
það núna. . . .“ Og svo rignir sögum um það, sem ókunnugum
manni finnst vera allt annað en stranglega heiðarlegir verzl-
unarhættir. — En liann skilur fljótt, að hér er um eins konar
tafl að ræða — dálítið fjárhættuspil að vísu, þar sem hver og
einn verður að sjá um sig. —
Ég held, að sá mismunur, sem kemur fram hjá Jótum og