Jörð - 01.05.1945, Side 80
78
JÖRÐ
Þessir atburðir í Danmörku urðu til enn frekari skýringar á
eðli hinar svonefndu Nýskipanar Norðurálfu, sem Þjóðverj-
ar þóttust ætla að koma á, og öllum þeim ruddaskap, og var
það mikill, andlegur sigur með alþjóðlegu gildi, enda metið að
verðleikum í hinum frjálsu löndum: Upp úr þriggja ára frið-
unartilraunum, þar sem til skiptanna var beitt fagurgala og
ógnunum, höfðu Þjóðverjar ekki haft annað en það, að danska
þjóðin stóð yfirskinslaust uþpi í hárinu á þeim, þó að vopn-
laus væri, og tók afleiðingunum án þess að hika.
Það varð m. ö. o. enginn veigur í þessari ,,Norðurálfu-ný-
skipan“ Þjóðverja. í Danmörku hafði hún haft liðlega þrjú ár
til að koma sér við, og danska þjóðin liafði einhuga hafnað
lienni. Þetta var bara gamla sagan um nýju fötin keisarans í
nýrri útgáfu!
FRÁ því í september 1943, hafa Þjóðverjar raunverulega
verið í ófriði við dönsku þjóðina í heild og ekki „neðan-
jarðar“-hreyfinguna einvörðungu. „Hreyfingin" hafði liins
vegar árin þrjú, fram að þeim tíma, tiltölulega gott næði til að
koma sér fyrir, og hún varði þeim tíma vel. Vopn hennar eru
hin svokölluðu ólöglegu blöð og skemmdarverkastarfsemin,
sem alltaf er að færast í aukana. Nú var þessi skemmdarverka-
starfsemi ekki lengur sundurlaus strjálingur af smáárásum. Nii
var unnið markvisst og rösklega eftir vandaðri áætlun yfir-
stjórnar, er sett hafði sér það, að skemma til muna nytjar þýzku
hervélarinnar af Danmörku: járnbrautir, verksmiðjur, skipa-
smíðastöðvar. Þar var „Rekyl“-byssusmiðjan og hin mikla
skipasmíðastöð Burmeisters og Wains. Nú var beinlínis orðin
styrjöld milli Þjóðverja og ,,neðanjarðar“-hersins danska undir
yfirstjórn Frelisráðsins. Hin mikla skemmdarverkastarfsemi
varð mörgum dönskum mannslífum og miklu dönsku verð-
mæti til bjargar, því danskir ættjarðarvinir unnu hér verk,
sem sprengjuflugvélar Bandamanna hefðu að öðrum kosti
tekið að sér.
Þjóðverjar snerust með venjulegum ruddaskap gegn „neðan-
jarðar“-starfseminni: handtökur, aftökur, gíslingar. En það
kom í ljós, að píslatólin þýzku voru forskrúfuð: Hatur fólksins