Jörð - 01.05.1945, Page 20
18
JÖRÐ
ég, að varla muni nokkur skilja hana í Reykjavík að 100 árum
liðnum, en varla nokkur í landinu að öðrum 200 árum þar upp
frá, ef allt fer eins og hingað til og ekki verða rammar skorður
við reistar. Jafnvel hjá beztu mönnum er annað hvort orð á
dönsku. Hjá almúganum mun hún haldast við lengst.“
Ókunnugum gæti orðið að spyrja: Hvers vegna var maður-
inn að berjast við þetta fyrirtæki, fyrst hann hélt, að íslenzkan
væri að deyja út í höfuðstað landsins og örðugt mundi að varð-
veita þjóðtungu þess og menningu lengur en 2—3 aldir í mesta
lagi og þá helzt i afdölum, eins og hann skrifaði einhvers staðar?
Otti hans var ekki órökstuddur, og hann sá skýrar hætturnar
en nokkur íslendingur. Einmitt þess vegna skarst hann í leik.
Hér varð að reisa við rammar skorður. íslendingar höfðu hald-
ið uppi baráttu fyrir áliti tungu sinnar og menningar undan-
farinn mannaldur. Nægir þar að nefna mágana Eggert Ólafs-
son og Björn í Sauðlauksdal, Jón á Bægisá, Benedikt Gröndal
eldra og liina ungu kennara, samaldra Rasks, Hallgrím Schev-
ing og Sveinbjörn Egilsson, að ógleymdum fóstra Sveinbjarn-
ar, Magnúsi Stephensen, þótt megináhugi hans beindist ekki
að málhreinsun. En Rask sá, að hér þurfti nýtt átak, ef nokkurs
sigurs ætti að vænta, en forða frá ósigri. Það átak skyldi verða
verk bókmenntafélagsins. Það var stofnað af Rask og samherj-
um hans í Höfn og Reykjavík 1916. Rask var forseti þess fyrsta
misserið og 4 ár síðar á ævinni. Svo ríkt hefur oft verið kveðið
að orði, að hann sé faðir þess félags, og það eigi rangt.
Öllum þótti stórt í ráðizt ,,á svo dýrum tímum“. Bókaútgáfa
félagsins varð þó vonum meiri, og á síðari forsetaárum Rasks
liófst útgáfa Skírnis, sem enn er málgagn félagsins. Vonir hins
stórhuga vísindamanns rættust seint og sumar aldrei. En ef
liann væri í Reykjavík nú og sannfærðist um, að hér er ekki
töluð hin hræðilega afbakaða danska, sem særði móðurmáls-
kennd hans, vona ég, að hann mundi treysta íslenzkunni að
lifa hér lengur en næstu öld.
Vísindastörf Rasks áttu öll rætur í íslenzkunámi hans, því að
íslendingar „hafa einir varðveitt nær því óumbreytta og
óspillta þá gömlu og ágætu aðaltungu á Norðurlöndum“, sagði
hann. En útþrá hans var takmarkalaus. Hann hafði aldrei sinnt
L