Jörð - 01.05.1945, Qupperneq 40
38
JORÐ
á sigur hins góða, og hinn aldurhnigni konungur Dana, Krist-
ján X., sem þokar ekki um þumlung frá réttvísi og sannl'ær-
ingu undan mesta herveldi, sem veröldinni hefur ógnað, —
þeir eru mér íntynd hins bezta í fari dönsku þjóðarinnar, sem
berst nú upp á h'f og dauða fyrir land sitt og frelsi.
Jótasaga
A+) munu vera fáir milifandi menn ;i Norðurlönduin, sein eins margar siigur
1 ganga af og bindindis-frömuðinum og blaðainanninum Larsen-Ledet í Árós-
um, vegna fyndni hans, orðheppni og annarrar gamanscmi.
Þegar Larsen-Ledet var nýorðinn stúdent, datt honum í luig að kanna ókunna
stigu og lagði land undir fót til Frakklands og þaðan til Þýzkalands. Ferðapen-
ingar voru af skornum skammti, svo að hann varð að fara fótgangandi mestalla
leiðina. Það scgir ekki af ferðttm hans, fyrr en hann var á hcimleiðinni og var
kominn norður til Flensborgar í Suður-Jótlandi. Þá var hann orðinn æði lúðti-
lakalcgur: Tærnar stóðu berar frain úr skónum, og buxurnar náðu ekki niður
á hné, þvi að hann hafði haft þann sið að klippa neðan af skálmunum, þegar
þær trosnuðu að neðan. En verra var, að hann var uppgefinn. hungraður og átti
ekki einn eyri eftir í buddunni.
Nú fór hann að hugsa um, hvernig liann ætti að útvega sér mat og helzt
skildinga l'íka, svo að liann þyrfti ekki að ganga síðasta spottann, sem cftir var
til landamæranna. — Og hann fann fljótl ráð, sem dugði: Hann lók sér fyrir að
ganga sperrtur og reigingslegur um aðal-götuna í Flensborg og kyrja eins hátt og
hann gal danskan ættjarðarsöng: „Danntark, dejligst Vang og Vænge," en hann
var efstur á blaði þeirra dönsku söngva, scm Þjóðverjar höfðu lagt bann á í
Suður-Jótlandi.
Áður cn Larsen-Ledet var búinn að syngja fyrsta erindið til enda, kom þýzkttr
lögregluþjónn hlanpandi og tók hann óðara fastan.
Þegar Larsen-Ledet var lokaður inni í fangaklefa á lögrcglustöðinúi, mótmælti
hann kröftuglega og lét þess sérstaklega gelið, að hann liefði ekki verið búinn að
borða. Það hafði þau áhrif, að honum var litlti seinna færður matur. Síðan var
hann yfirhcyrður og hátíðlega tilkynnt, að honum væri vísað úr landi. Sama
kvöldið yrði hann að vera kominn yfir landamærin.
Larsen-Ledet lézt ekkert hafa vitað um, að bannað væri í þýzka ríkiiiu að
syngja svona fallegt kvæði — og í öðru lagi væri sér ómögulegt að komast norður
fyrir landamærin á svona stuttum tíma, þar sent hann væri bæði skólaus og
peningalaus.
LFm þetta var þjarkað nokkra stund. En þýzku yfirvöldin urðu að fullnægja
dómnum, hvað sem öðru leið. Það varð því úr, að lögregluþjónn var sendur með
hann í járnbrautarlest beina leið til landamæranna. Og auðvitað kostaði þýzka
ríkið ferðina. — F. Á. B.