Jörð - 01.05.1945, Page 94
92
JORÐ
HELGI GUÐMUNDSSON, bankastjóri:
FÁ ORÐ-------
★-----
IMAÍ 1940 kom ég til Kaupmannahafnar frá Stokkhólmi.
Hitti ég þar undir eins danska vini niína, og sögðu þeir
mér, að mikil gremja ríkti í Danmörku yfir þeim aumingja-
skap dönsku stjórnarinnar, að hafa undir eins gefizt upp fyrir
Þjóðverjum, í stað þess að reyna að verjast eins og Norðmenn.
Þessi gremja fór J)ó rénandi eftir því, sem löndin urðu fleiri,
sem Þjóðverjar brutu undir sig, og þegar Frakkland gafst upp,
sögðu flestir:
Þarna sjáið þið, Stauning hefur haft rétt fyrir sér; hvað hefði
okkur þýtt að vera að berjast, með þeim lélega útbúnaði, sem
\ ið höfum, þegar Frakkland, þetta mikla hernaðarland, fer
svona herfilega út úr því?
Þá menn þekkti ég þó, sem dáðust að hugrekki Norðmanna
og óskuðu, að Danir ltefðu hagað sér eins og þeir. Þessum
mönnum hefur augsýnilega farið fjölgandi eftir því sem lengra
leið, því að'á höfuðdaginn í hitteðfyrra, sýndi það sig, að þeir
höfðu ekki verið aðgerðarlausir, lieldur höfðu á undanförnum
árum undirbúið í leyni s\o stórfellda baráttu gegn ofureflinu,
að svo \ irtist sem meiri hluti þjóðarinnar væri risinn upp og
segði, að þenna klafa J)yldi hann ekki lengur möglunarlaust.
Síðan hefur Jiessi barátta farið hraðvaxandi.
Hvað er J)að, sem hefur vakið og viðhaldið hugprýði þessara
Dana?
likki ætla ég að svara því, en hollt væri ýmsum íslendingum
að hugleiða Jjað, og ekki sízt þeim, sem voru svo skrambi hug-
rakkir 1. des. 1939, að fara í skrúðgöngu til linnska ræðis-
mannsins í Reykjavík til þess að votta Finnum sarnúð sína, en
þorðu ekki — nema einn og einn maður, og þá helzt í gegnurn
símann — að sýna Dönum eða Norðmönnum sams konar sant-
úð, Jtegar á Jtá var ráðizt.