Jörð - 01.05.1945, Qupperneq 24
22
JORÐ
KARL Kristján Raín átti 150 ára afmæli 16. jan. s.l. Ef ís-
lendingar rnega kjósa sér vini erlendis, ættu þeir að kjósa
þá marga í líkingu við hann. Slíkir menn eru til á öllum öld-
um, sem betur fer. — En menn eins og Rask eru sjaldan til.
Þú komst, þegar Fróni reið allra mest á
og aflvana synir þess stóðu,
kvað Þorsteitm réttilega til hans. Rask var maður til að skynja,
livað í íslendingum bjó, mannsaldurinn eftir, að hagur þeirra
hafði orðið það, sem hann varð bágastur í sögu landsins. Hann
sagði síðar, að austur á Kalmúkasléttum Rússlands hefði hann
loks hitt þá hirðingja, sem væru ekki ósvipaðir norðlenzkum
bændum í framgöngu, og Norðlendingar væru frjálsmannleg-
astir íslendinga. Honum þótti vænt um, að sú manntegund
skyldi vera víðar til en á Fróni. En sjálfum rann honum, Fjón-
búanum, blóðið svo til skyldunnar við íslendinga, að hvergi
var hann meir eins og heima hjá sér en hér.
Og íslendingar fundu ekki útlendingsbragð að honum, frá
því hann kom fyrst í peysu sinni að Reynivöllum. Sumum leizt
bezt á að fá hann fyrir prest, og gekk það svo langt, að hann
flutti kirkjuprédikun einu sinni. Bjarni Thorarensen skáld
var í kirkju. Þegar út kom úr kirkjunni, spurði Bjarni: „Hvort
á nú heldur að kalla þig monsér Rask eða séra Rask?“ „Og
sjálfsagt séra Rask,“ sagði Rask. En ekki þáði hann prestsstöð-
una, sagði, að húsakynni Reynivallaprests væru enn þá lakari
en kotbærinn hans föður síns á Fjóni.
Hvers vegna var það einmitt þessi maður, sem orkaði hér
því, sem aðrir gátu ekki, smávaxinn öreigastúdent, með ævi-
löng vanmetasárindi, sem gátu nálgazt geðbilun stund og
stund á berklaárum ltans, óreyndur æskumaður, sem hafði
þrek til að leggja undir fót sinn heiðar Islands og reginauðnir
Austurlanda og snillingsgáfur til að tala við hverja þjóð á
hennar tungu með hennar viti og tilfinningum? Hví kaus
hann ísland? Og hvernig stendur á því, að hann brýzt af stað
úr herkví Danmerkur á neyðarárum hennar til að vinna ver-
öldina og stefnir upp í sveitir íslands og lætur hattkúf sinn
slúta? — Þessu verður svarað seint, en um það má hugsa.