Jörð - 01.05.1945, Page 24

Jörð - 01.05.1945, Page 24
22 JORÐ KARL Kristján Raín átti 150 ára afmæli 16. jan. s.l. Ef ís- lendingar rnega kjósa sér vini erlendis, ættu þeir að kjósa þá marga í líkingu við hann. Slíkir menn eru til á öllum öld- um, sem betur fer. — En menn eins og Rask eru sjaldan til. Þú komst, þegar Fróni reið allra mest á og aflvana synir þess stóðu, kvað Þorsteitm réttilega til hans. Rask var maður til að skynja, livað í íslendingum bjó, mannsaldurinn eftir, að hagur þeirra hafði orðið það, sem hann varð bágastur í sögu landsins. Hann sagði síðar, að austur á Kalmúkasléttum Rússlands hefði hann loks hitt þá hirðingja, sem væru ekki ósvipaðir norðlenzkum bændum í framgöngu, og Norðlendingar væru frjálsmannleg- astir íslendinga. Honum þótti vænt um, að sú manntegund skyldi vera víðar til en á Fróni. En sjálfum rann honum, Fjón- búanum, blóðið svo til skyldunnar við íslendinga, að hvergi var hann meir eins og heima hjá sér en hér. Og íslendingar fundu ekki útlendingsbragð að honum, frá því hann kom fyrst í peysu sinni að Reynivöllum. Sumum leizt bezt á að fá hann fyrir prest, og gekk það svo langt, að hann flutti kirkjuprédikun einu sinni. Bjarni Thorarensen skáld var í kirkju. Þegar út kom úr kirkjunni, spurði Bjarni: „Hvort á nú heldur að kalla þig monsér Rask eða séra Rask?“ „Og sjálfsagt séra Rask,“ sagði Rask. En ekki þáði hann prestsstöð- una, sagði, að húsakynni Reynivallaprests væru enn þá lakari en kotbærinn hans föður síns á Fjóni. Hvers vegna var það einmitt þessi maður, sem orkaði hér því, sem aðrir gátu ekki, smávaxinn öreigastúdent, með ævi- löng vanmetasárindi, sem gátu nálgazt geðbilun stund og stund á berklaárum ltans, óreyndur æskumaður, sem hafði þrek til að leggja undir fót sinn heiðar Islands og reginauðnir Austurlanda og snillingsgáfur til að tala við hverja þjóð á hennar tungu með hennar viti og tilfinningum? Hví kaus hann ísland? Og hvernig stendur á því, að hann brýzt af stað úr herkví Danmerkur á neyðarárum hennar til að vinna ver- öldina og stefnir upp í sveitir íslands og lætur hattkúf sinn slúta? — Þessu verður svarað seint, en um það má hugsa.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Jörð

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jörð
https://timarit.is/publication/467

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.