Jörð - 01.05.1945, Blaðsíða 88
86
JORÐ
Hins vegar tekur Frelsisráðið það fram, að ,,með þjóð vorri
ríkir efunarlaus og óhjákvæmilegur vilji til þess, að þjóðfélag-
ið sjálft geri upp reikningana við þá þegna sína, sem verið hafa
Þjóðverjum hjálplegir til að brjóta niður þjóðfélagslegt líf
vort á sviðum stjórnmála, réttarfars og efnahags. Það mundi
meiða réttarmeðvitundina og því koma í veg fyrir heilbrigða
þróun, ef slíkir menn yrðu ekki látnir svara til ábyrgðar á
gerðum sínum“.
Auðvitað er vandasamt að ákveða takmörk sektar og með-
ábyrgðar, en yfirleitt má svo að orði kveða, að hefja megi máls-
sókn gegn einstökum mönnum úr hópi ráðherra, trúnaðar-
manna með almenningsumboði, embættismanna og annarra
opinberra starfsmanna, blaðamanna, listamanna, kennara, út-
varpsmanna, félagsstjórna, atvinnurekenda og síðast en ekki
sízt gegn Nazistum og attaníossum, sem bæði fyrir og eftir inn-
rásardaginn hafa unnið Danmörku tjón með landráðakenndri
starfsemi í alls konar myndum.
Það ætti að mega líta á það sem fullvíst, að í hinu rósama,
danska þjóðfélagi komi ekki til þess, að aðilar úr hópi leik-
manna taki refsivaldið í sínar hendur gagnvart mönnum, er svo
er ástatt um, sem að ofan greinir, nema þeir séu beinlínis
staðnir að svikráðum, og vonandi er það, að slík sjálftaka, sem
ekki er sæmandi voru forna réttarþjóðfélagi, verði umflúin.
Hins vegar sýnir reynslan frá sumum hinna hernumdu landa,
er leyst hafa verið undan okinu, að áralöng niðurbyrgð reiði
og haturstilfinning til þessara kvikinda vill verða alveg óvið-
ráðanleg. Og jafnvel í Danmörku verður ekki hjá slíku stýrt,
nema millibilsstjórnin njóti fulls trausts af hálfu almennings
og því sé fulltreyst, að reikningarnir verði gerðir upp hratt og
afdráttarlaust. Óljós skilningur á þessu hefur þegar í fleiru en
hinna endurreistu landa komið ráðherrastólum til að riða.
Þess vegna er það og, að ráðstafanir þessu til tryggingar standa
efst á blaði á skránni um verkefni hinnar fyrstu, frjálsu
stjórnar.
Hið fyrsta, sem danska þjóðin lofaði sjálfri sér, er hún rank-
aði við sér eftir fyrsta dofann af högginu mikla, var það, að
„9. apríl skyldi aldrei endurtakast". Margt og mikið af því, sem