Jörð - 01.05.1945, Side 67

Jörð - 01.05.1945, Side 67
JÖRÐ 65 hver sú ráðstöfun ríkisins, sem virðist losa Danmörku úr tengslum við norrænar frændþjóðir. Það hefur tekizt enn fyrir danskan þjóðmálaþroska að halda þessum virkjum, þótt ákaft liafi verið að þeirn sótt. Þegar Stauning forsætisráðherra veiktist í vor, var flokks- bróðir hans, Vilhelm Buh'l fjármálaráðherra, settur í hans stað, þó að það væri Þjóðverjum þvert um geð. Þegar Stauning féll frá skömmu seinna, var eftirmaður hans fyrirfram ákveðinn. Buhl hélt velli og stefnan var óbreytt frá því sem áður var. í réttarfarinu tókst einnig að halda velli — en að vísu með miklum erfiðismunum. Einkum sló í harðbakka, þegar Ge- stapo í fyrsta skipti tók fastan danskan þegn, sagnfræðinginn dr. Viihelm la Cour. Hann hafði skrifað þrjá bæklinga, sem beindust mjög eindregið í þjóðræknisátt og voru lesnir lands- hornanna milli, einkum af æskulýðnum. Hann renndi m. a. undir málstað sinn sams konar rökum og heimspekingurinn Fichte gerði áður, í sínum frægu háskólaræðum til þýzku þjóð- arinnar gegn ofríki Napóleons. Vilhelm la Cour var samt feng- inn í hendur dönsku dómsvaldi og hann var dæmdur í 80 daga fange'lsi fyrir það, að spilla sambúðinni við „útlönd“, eins og það var orðað. En konungur veitti honurn áheyrn, áður en hann fór í fangelsið. Flótti Christmas Möllers til Englands varð einnig til þess að í odda skarst. Þótt við Danir séum sjálfir þeirrar skoðunar, að við höfum haldið velli í menningarmálum og innanlandsstjórn, þá er það, þegar öllu er á botninn hvolft, ekki annað en dómur í eigin sök og mætti hugsa sér, að það sé ímyndun, okkur til huggunar og hughreystingar. Ég vil þess vegna heldur hlusta eftir áliti erlendra manna, sem málin þekkja og heyra þeirra dóm. Ameríski blaðamaðurinn Howard K. Smith hefur skrifað góða bók, sem heitir „Síðasta lest frá Berlín“, og eru þar beztu lýsingar, sem ég þekki á sálrænum einkennum Nazismans. Lýs- ing hans á þessari nýju manntegund, sem hann telur sig hafa fundið í Þýzkalandi og kallar „liomo militaris", er ósvikið meistaraverk. Hann segir frá vaxandi andúð Dana í sambandi við undirskrift and-kommúnista-sáttmálans og talar um 5
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Jörð

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jörð
https://timarit.is/publication/467

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.