Prestafélagsritið - 01.01.1919, Blaðsíða 5
Á VARP.
Hér þarf ekki langan formála. »Tímarit fyrir kristindóms-
og kirkjumák gefur nægilega skýrt til kynna, hvert við-
fangsefnið sé. Með þeim titli er tekið fram, hver málefni
þau séu, sem ritið ætlar sér að fást við og bera fram fyr-
ár lesendur sína.
Að þörf sé á slíku riti, er eingöngu fjalli um kristin-
dóms- og kirkjumálin, þarf ekki að rökstyðja. Til þeirrar
þarfar hafa menn of alment fundið, ekki sízt nú síðustu
árin, eflir að »Nýtt kirkjublað« hætti að koma út, lil þess
að sannfæra þurfi þá, er kaupa og lesa rit með þessu
nafni, um nytsemi þess og nauðsyn. Óhætt mun að full-
yrða, að fjöldamargir af kirkjunnar mönnum hafa þráð
að eignast kirkjulegt málgagn, einkum tímarit, er flytti
fyrirlestra og lengri ritgerðir en þær, er birzt geta í einu
lagi í kirkjulegu mánaðarriti eða í viku- og dagblöðum
vorum. En hilt var mönnum ekki Ijóst, hvernig hægt væri
að halda úti slíku riti, jafn erfitt og orðið er um alla
bókaútgáfu hér á landi. Treystist enginn guðfræðinga vorra
til að gefa slíkt rit út á eigin kostnað, en félagsskapur
var ekki neinn til í því skyni að kosta útgáfu tímarits.
Úr þessu rættisl með stofnun Prestafélags íslands. Því eitt
af aðalmálum þeim, sem félagið þegar í byrjun tók upp
á stefnuskrá sína, var útgáfa kirkjulegs mánaðarblaðs eða
tímarits. Það sem efnalitlum einstaklingum var ókleyft,
varð fært með aðstoð margra. Af þessum ástæðum er rit-
ið nefnt »Prestafélagsritið«. En í því nafni felst annað og
meira en að félag þetta sé útgefandi. í nafninu á einnig
Prestafélagsritið. 1