Prestafélagsritið - 01.01.1919, Blaðsíða 16
12
Jón Helgason:
mitt fagnaðarboðskapnum — en það geta þeir og gera
þeir þvi aðeins, að þeir játist honum sjálfum og viður-
kenni hann sem opinberanda guðs og flytjanda guðlegs
náðarhjálpræðis í persónu sinni. Að þetta sé hugsun Jesú
er þegar auðsætt af þvi hversu Jesús þráfaldlega, þar sem
hann talar um játning lærisveina sinna, talar um »sig og
fagnaðarerindi sitt«, »sig og orð sitt« (»hver sem týnir
lífi sínu min vegna og fagnadarerindisins mun bjarga þvi«
eða »hver sem blygðast sín fyrir mig og min orð hjá þess-
ari hórsömu og syndugu kynslóð o. s. frv.«). En auk þess
má benda á ýmis ummæli hans, er sýna oss hversu öll
afstaða mannanna til persónu hans fer eftir afstöðu þeirra
til orða hans, til þess boðskapar, sem hann hefir að flytja.
Hann minnir aftur og aftur á það með áherzlu, að jafn-
vel hið nánasta ytra fylgi við sig persónulega haíi í sjálfu
sér ekkert gildi; aftur sé alt undir því komið að fylgið-
við sig birtist í því, að menn veiti orði hans viðtöku og
lifi í þvi. Það eitt geti grundvallað sannarlegt samfélag
við sig. Þegar móðir Jesú og systkini komu að sækja
hann, af því þau voru orðin beint hrædd um hann og
andlegt heilbrigði hans, vísar hann þeim á bug með orð-
unum : »Hver er móðir mín og bræður mínir?« og bætir
siðan við og bendir á þá, er kringum hann sátu hlýðandi
á kenningu hans: »Sjá, þar er móðir mín og bræður
mínirl Hver sem gerir guðs vilja, sá er bróðir minn og
systir og móðir«. Eða þegar kona ein i mannþrönginni
kallaði upp yfir sig segjandi: »Sæll er sá kviður, sem þig
bar, og þau móðurbrjósl sem mylktir þú«, þá snýr Jesús
þegar orðum hennar við, leiðréttir þau og segir: »Já, sæl-
ir eru þeir sem guðs orð heyra og varðveita« (Lúk. 11,28).
Hann sagði enn fremur á hátíðlegri stundu, að ekki mundu
allir þeir er til hans segðu: »Herra, herra«, komast í
himnaríki, »heldur þeir einir, sem gera vilja míns himn-
eska föður«. Og til þeirra, er á efsta degi muni beiðast
inngöngu í ríki himnanna með skírskotun til náins sam-
bands við hann (»Vér höfum þó etið og drukkið með þér