Prestafélagsritið - 01.01.1919, Blaðsíða 51
47
Prestarnir og æskan.
Enn er eitt, sein ég vildi fara fáeinum orðum um, þótt
ég hafi þegar í öðru sambandi minst á það. Pað er prest-
arnir og hinir ungu í fermingarundirbúningnum.
Ef það er nokkuð, sem ég sérilagi öfunda þjónandi
presta af, þá er það þessi dýrmætu réttindi, sem þeir hafa
að búa ungmenni undir fermingu. Og liafi komið augna-
blik, þar sem mér flaug í hug að sækja um prestakall,
hefir sú hugsun staðið í sambandi við ferminguna. Ég
hefi þar í minni ofurlillu sjálfsrej'nslu fundið hinar inn-
dælustu stundir. Eg get aldrei gleymt þeim stundum vet-
urinn 1910, er ég þjónaði öðru preslsembættinu við dóm-
kirkjuna, né heldur þeim stundum sem ég hafði með
fermingarbörnunum mínum í Winnipeg og Minneota. Eg
held, að þar liggi fólgin hin hæsta nautn og yndi prests-
skaparins og um leið hinir beztu ávextir hans. Það var
ekki það, að mér fyndist ég vera sérlega hæfur til að
spyrja út úr, eða duglegur uppfræðari á því svæði, en
það var hin sálarlega samvera og samvinna, sem skapaði
gleðina í uppfræðslulímunum, og spurningar barnanna og
þátttaka þeirra verður mér ógleymanleg. Einkum síðari
veturinn sem ég var í Minneóta verður mér minnisstæður.
Eg var svo vel settur að ég gat haft börnin tvisvar í viku
tvo tíma í senn, frá því í desember og þangað til í maí-
lok. Pað var mér líka mikil gleði að sumir af drengjun-
um sem ég fermdi vorið áður, tóku þátt í samverunni.
Það var ekki hvað minsta freistingin til þess að ilengjast
þar. — Eg held að einmitt á þessu svæði geti prestarnir
unnið kristindóminum meðal æskulýðsins mest gagn og
varanlegast. Og finni svo presturinn einhver ráð samkvæmt
staðháltum og kringumstæðum til þess á einhvern hált að
viðhalda sambandinu við fermingarbörn sin þangað til
þau eru að minsta kosti orðin 17—18 ára, þá er mikið
unnið.
Enn vildi ég mega benda á eitt atriði, sem ég er viss
um að gæti orðið mjög heilladrjúgt ef vel tækist. Ég veit