Prestafélagsritið - 01.01.1919, Blaðsíða 104
100
Gísli Skúlason:
hvern slíkan vökva í vínsins stað, ef vín yrði ófáanlegt
vegna ófriðarins, eins og einu sinni var í Svíaríki? Eg
held að alt þetta væri með öllu óhugsanlegt. Ef til vill
kynni einhver að segja, að einmitt þessar deilur séu vott-
ur um, hvað kvöldmáltíðin á þessum tímum hefir verið
mikils metin, en ég leyfi mér að efast um, að hún nokk-
urn tíma hafi verið metin meira en nú af þeim sem meta
hana á annað borð, — og þó get ég ekki ímyndað mér ann-
að, en að allir slíkir, svo að segja undantekningarlaust
telji allar þessar deilur eins og hvað það annað, sem
menn nú séú vaxnir upp úr fyrir löngu. Nei, sem betur
fer, standa menn ekki í stað, andlegt víðsýni hlýtur að
fara vaxandi, menn hjóta að fá skilning á því, að meiri
áherslu eigi að leggja á það sem sameinar, en það sem
sundurdreifir. Og einn aðalþáttur kvöldmáltiðarinnar hlýt-
ur þó að vera sá, að sameina þá menn, sem játa trú á
Jesú Krist og viðurkenna hann sem frelsara og leiðtoga.
En ég er hræddur um, að þó vér gerum lítið úr fræðum
og deilum fyrri aldar manna, þá séum vér þó ekki enn
vaxnir upp úr þeim með öllu. Enn þá skyggir útskýring
fyrri alda fræðimanna á kvöldmáltíðina sjálfa og lamar með
því hjá mörgum manni þá blessun, sem þeir ættu að geta
hlotið af henni.
Ég geng að því vísu, að hver einasti prestur nútímans
muni hvetja hvern þann mann að vera til altaris, sem
finnur hjá sér löngun til þess að styrkjast í samfélaginu
við guð og frelsarann, hvaða skoðun sem sá maður svo
kann að hafa á eðli kvöldmáltíðarinnar að öðru leyti. En
er þá rétt að vera að halda að mönnum, og ég á hér
sérstaklega við ungmennin, sem eru undirbúin undir ferm-
ingu, skilningi liðinna alda á kvöldmáltíðinni, á jafnveik-
um fótum sem sá skilningur stendur, vægast talað? Ég
held að það sé ekki rétt. Og ég hugsa ekki heldur að
prestar yfirleitt geri það, hvorki í prédikun né barnaspurn-
ingum, en þess meir er þetta gert í hinum gildandi lær-
dómskverum, og það eru þau sem börnin læra, undir leið-