Prestafélagsritið - 01.01.1919, Blaðsíða 56
52
S. P. Sívertsen:
er til í nýjustu biblíuþýðingu vorri, og mannssonurinn
þar sett í staðinn. f'etta var rélt og þörf breyling,
eins og svo víða annarstaðar í nj’ju bibliuþýðingunni.
Eigum vér breytingu þessa að þakka séra Jóhannesi L.
Ljmge Jóhannssyni. Pýðingin mannsins sonur var röng
og villandi, því með þvi var bent til þess, að um son
einhvers ákveðins manns væri að ræða. Enda hafði orðið
stundum verið skilið svo, t. d. í grísku fornkirkjunni af
þeim er álitu, að með heiti þessu væri gefið til kynna að
Jesús væri afkomandi Adams eða sonur hinnar heilögu
meyjar. En þessi skýring bygðist á misskilningi á griska
orðinu og einnig liinu arameiska, »bar nascha«, sem Jesús
sjálfsagt hefir notað, þar eð liann talaði arameisku, þólt
sennilegt sé að kunnað hafi grísku. Mannssonur hafði sam-
kvæmt hebreskri og arameiskri málvenju sömu merkingu
og maður, eins og sagt er á íslenzku mannsbarn án þess
að átt sé við annað en mann yfirleitt. Kemur þessi mál-
venja fyrir í gamla testamentinu, og orðið þar haft bæði
í eintölu og fleirtölu, mennirnir nefndir mannanna börn
eða synir (ói vtoi tcdv avi)gamcov), eða sérstakur maður nefnd-
ur mannssonur. Svo er i bók Esekíels spámanns, þar sem
guð meir en 90 sinnum ávarpar spámanninn mannsson;
hann er mannsbarnið, maðurinn, sem sjálfur guð talar
við. Þegar orðið var haft í eintölu var það skáldlegra orð
en maður, þótt söm væri merkingin, hafði j'fir sér skáld-
legan blæ, enda var það notað í Ijóðum til þess að kom-
ast hjá að endurtaka orðið maður. Allir þekkja dæmi
þessa í 8. sálmi Davíðs: »Hvað er þá maðurinn þess að
þú minnist hans og mannsins barn að þú vitjir þess?«
Eða nákvæmlega eftir orðum frumtextans: og mannsson-
ur að þú vitjir hans.
Þessi var merking orðsins mannssonur samkvæmt mál-
venju Semíta. Nœst er að rannsalca sögulega notkun orðs-
ins hjá Gyðingum á undan og um komu Krisls.
Langflestum af vísindamönnum nútímans mun koma
saman um, að sögulegs uppruna mannssonarheilisins eins