Prestafélagsritið - 01.01.1919, Blaðsíða 92
88
Bjarni Jónsson:
En mikill sannleikur var fólginn í nafninu. Hann var
elevþeros, frjáls, leystur úr ánauð og fjötrum, fyrirgefningu
hafði hann hlotið, en þar sem hún er, þar er líf, þar er
sálubjálp, svo segir hann sjálfur, af því að hann hefir
fundið það, Hann var elevþeros 31. okt. 1517. Nú var
friðurinn fenginn. Sjálfur var Lúther breyltur. Nú hafði
hann ráð á því að koma með breyiingar á öðru. Og er
það ekki svo enn i dag?
Ég þoli betur annarlegar skoðanir og breylingar, þegar
ég veit að hin mikla breyting frá myrkri til Ijóss, frá
dauða til lifs, er á orðin. En ég er hræddur við breyting-
ar, ef þessi breyting hefir ekki farið fram.
Hér er oss þá sýnt fyrsta skilyrðið fyrir því að geta
orðið í sannleika prestur.
Það var um mikla breytingu að ræða, er Lúther sagði
í Worms: »Hér stend ég«. En það er mest í það varið,
eins og ég hefi einhverstaðar séð tekið fram, að hann
sjálfur stóð þar sem bjarg. Breytingin var orðin, sú breyt-
ing, er hann talar um, er hann skrifar Spalatín: »Ég er
fyltur gleði og friði, svo að mig furðar á því, að sú reynsla,
sem hefir mætt mér, skuli af mörgum vera talin mikil«.
Á þessum tímum var honum þó ógnað msð fangelsi og
banni. Þegar honum var stefnt til Worms, var hann að
skrifa uppbyggilegar hugleiðingar út af lofsöng Maríu.
Hann átti frið og um leið þrótt, hann var barn, en um
leið hetja, hann vissi, að guð ætlaði honum mikið verk.
Vér eigum að vera Iúterskir í þessum skilningi. Sér-
hver prestur á í hinni réttu merkingu að vera elevþeros.
Þá er grundvöllur lagður, svo að vér getum orðið betri
prestar.
Þegar vér höfum sjálfir orðið aðnjólandi hinnar sælu
gleði, þegar vér höfum sjátfir fundið, að drottinn er
góður þeirri sál, sem spyr eftir honum, þá langar oss
mest til að stuðla að þvi, að aðrir geti orðið aðnjótandi
hinnar sömu sælu. Og hvílík gleði, þegar þessi hjálp öðr-
um til handa, verður að Iífsstarfi.