Prestafélagsritið - 01.01.1919, Blaðsíða 73
69
Leitið fyrst guðsríkis.
sé fjöldamargt, sem koma verði í viðunanlegt horf áður
en guðsríkis sé leitað, ótal mál, sem hljóti að ganga á
undan eilífðarmálunum. Má vera að sumir þeirra telji
það ver farið, en þeir treystast ekki að reisa rönd við
því, rás stjórnmálanna verði að hafa sinn gang. Og hvert
sem við förum, til hátt eða lágt seltra manna, ungra eða
gamalla, þá þykjast þeir allir finna — eða flestallir —
einhver meiri en lítilsháttar vandkvæði á því að leita
fyrst guðsríkis.
En af þessum hugsunarhætti stafar alt böl mannanna.
Það mundi hverfa úr sögunni, ef þeir leituðu fyrst guðs-
ríkis, og alt hitt veitast þeim að auki, sem þeir leituðu
áður. Meðan þeir aftur á móti hirða ekki um að fylgja
boði Krists og halda áfram að leita guðsrikis næst, eða
svo eða síðast, eða alls ekki, þá verður líf þeirra fult af
synd og kvöl, sorg og vonbrigðum, áhyggjum, striti og
bágindum í ótal myndum. Öll eymd mannlífsins á í
dýpstum skilningi rót sína í því, að mennirnir vilja ekki
leita guðsríkis fyrst af öllu, að sá hugsunarháttur verður
ofan á, að hver leiti síns rikis. Er ekki einmitt það orsök
stríðanna, sem geysa í mannheimi, banamein þúsundanna,
sem hniga í valinn fyrir kúlunum eða byssustingjunum
og upphaf að sorg allra þeirra, sem harma þá? Eða
neyðin í stórborgunum, þar sem tugir þúsunda veslast
upp á hverju ári andlega og líkamlega og fjöldi verður
hungurmorða! Hvað veldur? Spyrjið auðmannavaldið,
sem á miljónirnar. Spyrjið hvort það leiti fyrst guðsríkis.
Spyrjið þá sem löndunum stýra. Já, spyrjið enn fremur:
Hvað veldur öllum misréttinum í mannlífinu? Hvers
vegna eru olnbogabörnin svona mörg? Af hverju eru dóm-
arnir svo harðir þegar einhver hrasar? Af hverju er
ógæfumanninum hrundið lengra út á brautina með grjót-
kasti og látinn verða úti ofan í miðri bygð? Hvers vegna
má margur lifa svo og líða og heyja sitt síðasta strið, að
hann hafi lítið sem ekkert af kærleika annara að segja?
Hvers vegna breiðir ekki kærleikurinn líknarvængi sina